- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Tyrknesku nýliðarnir mæta til leiks

Flautað var til leiks í Meistaradeild kvenna í gær m.a. með viðureign Vipers og Györi þar sem síðarnefnda liðð vann örugglega. Hanna Maria Yttereng liðsmaður Vipers fagnar hér einu marka sinna í leiknum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrsta umferðin í Meistaradeild kvenna í handknattleik heldur áfram í dag þegar að fjórir leikir verða á dagskrá. Aðalleikur leikur dagsins er viðureign Metz og CSKA. Rússneska liðið gekk afar vel á síðustu leiktíð og komst í fyrsta sinn í Final4 úrslitahelgina.

Önnur  athyglisverð viðureign verður á milli nýliðanna, Kastamonu frá Tyrklandi og dönsku meistaranna Odense Håndbold. Tyrkneska liðið fór mikinn á félagaskiptamarkaðnum í sumar og krækti í nokkra sterka leikmenn.

Leikir dagsins:

A-riðill

Esbjerg – CSM Búkaresti | Sunnudagur kl. 12| Beint á EHFTV

  • Rúmenska liðið kemur vængbrotið til leiks eftir tap í úrslitaleik rúmensku bikarkeppninnar á dögunum gegn Gloria Buzau, 35-29.
  • CSM skortir 52 mörk til þess að rjúfa 2.500 marka múrinn í Evrópukeppnum. Það takmark næst vart í dag en gæti náðst í næstu umferð.
  • Besti leikmaður Final4 úrslitahelgarinnar á síðustu leiktíð, Henny Reistad, gekk til liðs við Odense í sumar frá Vipers í Noregi.
  • Danska liðið verður án hollensku landsliðskonunnar, Estavönu Polman. Hún er að jafna sig af hnémeiðslum.
  • Liðin hafa mæst sex sinnum áður í Meistaradeildinni. Rúmenska liðið hefur unnið Esbjerg í fimm af sex skiptum, þar af þrisvar í Esbjerg.

B-riðill

Savehof – Krim | Sunnudagur kl. 12| Beint á EHFTV

  • Savehof er mætt aftur til leiks í deild þeirra bestu eftir eins árs fjarveru. Krim er hins vegar að hefja sitt 26. tímabil í röð í Meistaradeildinni.
  • Liðin hafa mæst átta sinnum í Evrópukeppni.  Slóvenska liðið hefur unnið fjórum sinnum, tvisvar sinnum hefur orðið janftefli og í tvígang hefur sænska liðið farið með sigur úr býtum.
  • Krim-liðið gekk í gegnum miklar breytingar í sumar. Samið var við 10 nýja leikmenn. Þar á meðal kom franska landsliðskonan Allison Pineau í herbúðirnar.

Metz – CSKA | Sunnudagur kl. 14| Beint á EHFTV

  • Metz er að hefja sitt sjötta tímabil í röð í Meistaradeildinni og það fimmtánda í sögu sinni. CSKA er á hinn bóginn aðeins á sínu öðru ári.  CSKA komst í undanúrslit keppninnar í vor.
  • Liðin hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppni.
  • Makadrotting síðustu leiktíðar, Ana Gros, leikur í fyrsta sinn með CSKA í Meistaradeildinni í dag en hún lék með Metz 2014 og aftur 2018.
  • Meline Nocandy er nýr fyrirliði franska liðsins. Hún var í franska landsliðinu sem vann gullverðlaun á Ólympíuleiknum í Tókýó í sumar.

Kastamonu – Odense | Sunnudagur kl. 14| Beint á EHFTV

  • Tyrkneska liðið er eini nýliði Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð.
  • Odense tekur þátt í Meistaradeildinni í þriðja skiptið. Tímabilið 2018/19 komst liðið í 8-liða úrslit en á síðustu leiktíð féll það út í 16-liða úrslitum gegn Vipers.
  • Tyrkneska liðið mætir til leiks með nýjan þjálfara í brúnni. Rúmeninn Costica Buceschi tók við af Helle Thomsen í vor.

    Frásögn af leikjum gærdagsins í Meistaradeild kvenna má m.a. nálgast hér fyrir neðan.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -