- Auglýsing -

Meistaradeildin: Stórleikur í Þýskalandi

Dorottya Faluvegi og félagar í Györ sækja Kastamonu heim í dag. Mynd/EPA

Önnur umferð Meistaradeildar kvenna heldur áfram í dag en þá verða sex leikir á dagskrá.  Leikur umferðarinnar er viðureign Bietigheim og FTC í A-riðli en bæði lið unnu sína leiki í 1. umferð fyrir viku. Á meðal annarra athyglisverðra leikja í dag er leikur Brest og CSM Búkaresti annars vegar og Rapid Búkarest og Metz hins vegar. 

Leikir dagsins

A-riðill:

Bietigheim – FTC | kl. 12.00 | Beint á EHFTV

 • Þýska liðið var með besta sóknarleikinn í 1.umferð en það skoraði 46 mörk gegn Banik Most en það er næst flest mörk sem lið hefur skorað í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.
 • Stærsti sigur Bietigheim fram að því kom einmitt gegn FTC tímabilið 2020/2021,  35-24.
 • Bietigheim er á mikilli sigurgöngu í Evrópukeppninni en liðið er taplaust í síðustu 13 leikjum.
 • Melinda Szikora, markvörður þýska liðsins átti góðan leik gegn Banik Most um síðustu helgi. Hún var með 35,2% hlutfalls markvörslu. Szikora lék áður með FTC á árunum 2013-2019 og varð bæði ungverskur meistari og bikarmeistari.
 • Þýska liðið var með bestu skotnýtinguna í 1. umferð,  76,7% skotnýtingu en FTC var í 10.sæti með 57,4%.
 • Þessi lið hafa mæst sex sinnum áður í Evrópukeppni á síðustu fimm árum. Bietigheim hefur unnið tvisvar sinnum en FTC fjórum sinnum.

Krim – Vipers | kl.12.00 | Beint á EHFTV

 • Eftir að hafa tapað gegn CSM í 1. umferð mun Krim reyna að forðast að byrja tímabilið á tveimur ósigrum í annað sinn á sjö árum í Meistaradeildinni.
 • Ríkjandi meistari, Vipers, byrjaði tímabilið af miklum krafti, vann Brest örugglega, 31-24.
 • Norska liðið hefur nú sigrað í sjö leikjum í röð í Meistaradeildinni og er það lengsta sigurhrina liðsins í sögu keppninnar.
 • Krim hefur hins vegar tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni.
 • Vipers hefur tak á Krim þegar kemur að innbyrðisleikjum félaganna í Evrópukeppnum en þær norsku hafa unnið níu af tíu leikjum liðanna.

Brest – CSM Búkaresti | kl.14.00 | Beint á EHFTV

 • CSM getur jafnað sína bestu byrjun í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2017/18 þegar liðið vann fyrstu tvo leikina í riðlakeppninni. Það tímabil náði CSM alla leið í Final4.
 • Franska liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum af síðustu 24 á heimavelli í Meistaradeildinni
 • Kalidiatou Niakate, sem gekk til liðs við CSM í sumar, mun mæta sínum gömlu félögum. Hún lék með Brest á árunum 2019-2022.
 • CSM tapaði báðum leikjunum gegn Brest á síðustu leiktíð.

Odense – Banik Most | kl.14.00 | Beint EHFTV

 • Banik Most hóf tímabilið í Meistaradeildinni á 23 marka tapi fyrir Bietigheim. Það er fjórði stærsti ósigurinn í sögu Meistaradeildarinnar.
 • Á síðustu fjórum tímabilum í Meistaradeildinni hefur Odense aldrei tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.
 • Liðin eru í 14. og 15. sæti af sextán liðum þegar kemur að skoruðum mörkum í 1. umferðinni. Odense er þó með aðeins betri árangur en þær voru með 54,8% skotnýtingu en Banik Most var með 46,9%.

B-riðill:

Rapid Búkaresti – Metz | kl 12.00 | Beint á EHFTV

 • Bæði lið hófu Meistaradeildina á þessu tímabili með sigri. Rapid tók bæði stigin gegn Zagreb en Metz fór nokkuð auðveldlega með nýliðana í Storhamar.
 • Þetta er í fyrsta skipti sem lið félaganna mæstast í Evrópukeppni.
 • Rapid hefur haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir þennan leik þar sem að ekkert var leikið í rúmensku deildinni í liðinni viku.
 • Metz er með næst yngsta leikamannahópinn á þessari leiktíð en ætlar sér engu að síður langt.

Györ – Kastamonu | kl 14.00 | Beint á EHFTV

 • Tyrkneska liðið tekur þátt í Meistaradeildinni í annað sinn en það er enn án sigurs og það eru miklar líkur að sextándi tapleikurinn bætist við í dag.
 • Um síðustu helgi tapaði tyrkneska liðið með 13 marka mun, 27-40, fyrir Buducnost.
 • Ungverska liðið hóf tímabilið á því að vinna Esbjerg naumlega þar sem að mestu munaði um góða markvörslu Söndru Toft.


Í gær vann Esbjerg lið Buducnost, 28:23, í Podgorica og Storhamar vann stórsigur á Lokomotiv Zagreb, 37:13, í Hamri.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -