- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistarar síðasta leikjaárs ríða á vaðið

Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar Vals og deildarmeistarar Hauka mætast í meistarakeppni HSÍ í Origohöllinni í handknattleik karla í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Leikurinn markar upphaf keppnistímabilsins hér á landi og er aðeins fyrr á dagskrá en stundum áður vegna þátttöku Vals í 1. umferð Evrópudeildarinnar gegn HC Porec frá Króatíu á föstudag og á laugardag ytra.


Valur varð Íslandsmeistari í Olísdeildinni í vor eftir að hafa unnið Hauka tvisvar sinnum um miðjan júní. Haukar urðu deildarmeistarar í Olísdeildinni.


Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Einnig verður fylgst með leiknum á handbolti.is.

Eins og kom fram í fréttum í síðustu viku þá stakk sér niður kórónuveirusmit í herbúðir Vals á dögunum. Fyrir vikið teflir Valur ekki fram sínu sterkasta liði í leiknum í kvöld.

Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson dæma viðureignina.


Helstu breytingar á leikmannahópum liðanna frá síðasta keppnistímabili:


Anton Rúnarsson til Emsdetten frá Val.
Martin Nágy til Gummersbach frá Val.
Björgvin Páll Gústavsson til Vals frá Haukum.

Einar Baldvin Baldvinsson til Gróttu frá Val.
Motoki Sakai til Vals frá Toyoda Gosei Blue Falcon í Japan.
Aron Rafn Eðvarðsson til Hauka frá Bietigheim.

Stefán Huldar Stefánsson til Hauka frá Gróttu – var í láni.
Andri Sigmarsson Scheving til Aftureldingar frá Haukum, að láni.
Guðmundur Bragi Ástþórsson til Aftureldingar frá Haukum, ótímabundið lán.

Áhorfendur eru velkomnir á leikinn í Origohöllinni í kvöld en verða að hafa eitt og annað í huga eins og sjá má á fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -