- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir fóru illa með reynslulitla FH-inga

Fanney Þóra Þórsdóttir og samherjar í FH fá HK í heimsókn í Krikann í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar KA/Þór leika við Fram í úrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik á laugardaginn. Það var ljóst eftir öruggan sigur KA/Þórsliðsins á FH-ingum í undanúrslitaleik í Schenkerhöllinni í kvöld, 33:16, eftir að hafa verið 13 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:7.

Emma Havin Sardarsdóttir, FH, skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik í kvöld. Hér er hún komin í færi en Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór, og Arndís Sara Þórsdóttir, FH, fylgjast með. Mynd/J.L.Long


Fram og KA/Þór mætast nú annað sinn í röð í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins. Nær öruggt má telja að Martha Hermannsdóttir og stöllur ætla sér að gera betur en þær gerðu síðast þegar þær magalentu í úrslitaleiknum.


Eins við mátti búast var mikill munur á liðunum. Enda er annað Íslandsmeistari og í efsta sæti Olísdeildar eftir tvær umferðir á meðan FH-ingar eru í efsta sæti Grill66-deildarinnar. Rétt í upphafi sem FH-ingar héldu í við KA/Þórsliðið. Eftir það tók við sterkur varnarleikur KA/Þórsliðsins, sem valdið hefur mörgum liðum erfiðleikum. Einnig var Matea Lonac vel með á nótunum í markinu. FH-ingar lentu skiljanlega fljótlega í basli. KA/Þórs-liðið keyrði hraðaupphlaup, hvert á fætur öðru. Leiðir skildu.


Í síðari hálfleik reyndi FH-liðið hvað það gat til þess að klóra í bakkann og má eiga það að það reyndi. Hinsvegar var við ofurefli að etja. Sterkari lið en FH að hafa ekki roð í Íslandsmeistarana. Viðureignin var fyrst og fremst lærdómsrík fyrir FH-liðið fyrir framhaldið því flestir leikmenn eru ungir að árum og eiga framtíðina fyrir sér og mega ekki láta þennan leik slá sig út af laginu.

Hildur Guðjónsdóttir, FH, var ekki öfundsverð af því að sækja á Önnu Þyrí Halldórsdóttur og Aldísi Ástu Heimisdóttur. Mynd/J.L.Long


Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs fór fljótlega að skipta inn á óreyndari leikmönnum og náði þar með að koma flestum leikmönnum inn í keppnina fyrir átökin við Fram á laugardaginn.


Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 7/5, Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sofie Söberg Larsen 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Krístin A. Jóhnannsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 9, Sunna Guðrún Pétursdóttir 4.
Mörk FH: Emma Havin Sarardarsdóttir 4, Emila Ósk Steinarsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 2/2 Arndís Sara Þórsdóttir 2, Emilie Vagnes Jakobsen 1, Hulda Alexandersdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Ivanna Meincke 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 5/1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -