- Auglýsing -

Meistararnir skoruðu fjögur síðustu mörkin – öll úrslit dagsins

Martha Hermannsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs voru fyrst liða til þess að leggja Val í Olísdeild kvenna á þessari leiktíð. Með ævintýralegum endaspretti þá vann KA/Þór með tveggja marka mun, 28:26, en liðið skoraði fjögur síðustu mörk leiksins. Fimm mínútum fyrir leikslok var Valur yfir, 26:24.
Valur er áfram í efsta sæti deildarinnar þegar þriðjungur deildarkeppninnar er að baki með 12 stig. Fram, sem vann ÍBV í dag, 25:23, er með 11 stig eins og KA/Þór.


Haukar og HK er í næstu sætum á eftir með sjö stig hvort lið. Haukar unnu stórsigur á Stjörnunni, 32:23, í TM-höllinni í Garðabæ og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu. Stjarnan er hinsvegar áfram í basli í neðri hlutanum.


HK vann Aftureldingu, 23:20, í Mosfellsbæ og er með sjö stig eins og áður segir.

Úrslit dagsins

Valur – KA/Þór 26:28 (14:15)
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 10/4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 6, 27,3% – Sara Sif Helgadóttir 5, 29,4%.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 11/8, Aldís Ásta Heimisdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Matea Lonac 1.
Varin skot: Matea Lonac 10, 27,8%.


Stjarnan – Haukar 23:32 (9:15).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 10/3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Britney Cots 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 5, 26,3% – Darija Zecevic 5, 22,7%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Ragnheiður Ragnarsdóttir 7, Ásta Björt Júlíusdóttir 6/2, Sara Odden 6, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 12, 34,3%.


Afturelding – HK 20:23 (9:15).
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 6/4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Jónína Hlín Hansdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 6, 25% – Tanja Glóey Þrastardóttir 1, 16,7%.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 9/4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/2, Þóra María Sigurjónsdóttir 3/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 8, 28,6%.


ÍBV – Fram 23:25 (13:17).

Mörk ÍBV: Þóra Björg Stefánsdóttir 6/5, Ingibjörg Olsen 4, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Lina Cardell 3, Sunna Jónsdóttir 3, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 21, 45,7%.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8/2, Emma Olsson 4, Karen Knútsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14/2, 37,8%.

Alla tölfræði úr leikjum Olísdeild kvenna í dag er að finna hjá HBStatz.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -