Mikilvæg stig hjá Oddi

Oddur Gretarsson vonast til að meiðsin séu ekki alvarleg. Mynd/Balingen Weilstetten

Oddur Gretarsson og félagar í Balingen unnu í dag afar mikilvægan sigur í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir lögðu þá Bergischer HC á heimavelli sínum, 27:25. Balingen er í harðri keppni um að forðast fall úr deildinni og þar af leiðandi skiptir hvert stig máli.

Oddur skoraði tvö mörk, bæði úr vítaköstum. Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú af mörkum Bergischer HC sem var einnig tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.


Balingen var með undirtökin í leiknum frá upphafi til enda. Arnór Þór og félagar sóttu hart að Balingen-mönnum á endasprettinum og tókst að minnka muninn í eitt mark, 26:25.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -