- Auglýsing -
- Auglýsing -

Miklar breytingar en nægur efniviður

Frá leik á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik á Selfossi á síðasta ári. Mynd /UMFS/ÞRÁ
- Auglýsing -

„Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá síðasta keppnistímabili,“ segir Örn Þrastarson, þjálfari meistaraflokksliðs kvenna hjá Selfossi. Selfoss leikur nú annað árið í röð í Grill 66-deild kvenna eftir að hafa fallið úr Olísdeildinni vorið 2019.

Mikill efniviður er fyrir hendi á Selfossi, jafnt í karla sem kvennaflokki svo Örn og félagar halda ótrauðir áfram að byggja upp nýtt lið sem verður að mestu skipað ungum, uppöldum og efnilegum leikmönnum frá Selfossi og nágrenni.

„Ég er spenntur fyrir tímabilinu og hef mikla trú á þessum stelpum. Þær hafa æft vel og það ríkir eftirvænting fyrir keppnistímabilinu,“ segir Örn sem er einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Fyrsti leikur keppnistímabilsins hjá Selfoss-liðinu verður gegn HK U í Kórnum á sunndagskvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Selfoss byrjar deildarkeppnina á tveimur leikjum á útivelli en annan sunnudag mætir það Fram U í Safamýri.

Meðal leikmanna sem réru á önnur mið í sumar má nefna Huldu Dís Þrastardóttur sem gekk til liðs við Val í Olísdeildinni. Katla María Magnúsdóttir fór í Stjörnuna í sömu deild. Agnes Sigurðardóttir flutti til Póllands, Hólmfríður Arna Steinsdóttir fór til ÍBV, og Maja Ketta Karadak flutti heim til Króatíu á nýjan leik.
Markvörðurinn Dröfn Sveinsdóttir er með slitið krossband og Sólveig Erla Oddsdóttir og Sigríður Lilja Sigurðardóttir eru hættar.
Einnig hafa orðið breytingar á þjálfarateyminu.

Leikmannahópurinn Selfoss:

Markmenn :
Henriette Östergaard
Lena Ósk Jónsdóttir – fædd 2004.

Útispilarar :
Hafdís Alda Hafdal – Línumaður (nýliði, fædd 2004)
Sólveig Ása Brynjarsdóttir – Skytta (kom frá Fjölni, fædd 2000)
Katla Björg Ómarsdóttir – Línumaður (var í fyrra, fædd 1998)
Arna Kristín Einarsdóttir – V. Horn (Kom frá ÍR, í barneignaleyfi, fædd 1996)
Tinna Sigurrós Traustadóttir – H. Skytta ( var í fyrra, fædd 2004)
Þuríður Ósk Ingimarsdóttir – H. Horn ( var í fyrra, fædd 1999)
Elín Krista Sigurðardóttir – H. Skytta (var í fyrra, fædd 2001)
Hugrún Tinna Róbertsdóttir – Línumaður (nýliði, fædd 2004)
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir – V. Skytta (Var í fyrra, fædd 2004)
Thelma Lind Sigurðardóttir – V. Horn (nýliði, fædd 2004)
Inga Sól Björnsdóttir – V. Skytta (nýliði, fædd 2003)
Ragnheiður Grímsdóttir – V. Horn (nýliði, fædd 2005)
Rakel Guðjónsdóttir, Vhorn (var í fyrra, fædd 2001)
Ivana Raickovic – Línumaður (frá Svartfjallalandi, kom frá Förde í Noregi, fædd 2000)
Emilía Ýr Kjartansdóttir – V. Horn (nýliði, fædd 2004)
Lara Zidek – Miðja ( frá Króatíu, kom frá Förde í Noregi, fædd 1996)
Kristín Una Hólmarsdóttir – V. Horn (nýliði, fædd 2001)
Þrúður Sóley Guðnadóttir – Línumaður (nýliði, fædd 2003)

Leikir 1. umferðar í Grill 66-deild kvenna:
Föstudagur:

Austurberg: ÍR – Fjölnir/Fylkir, kl. 19.30.
Laugardagur:
Hertzhöllin: Grótta – Fram U, kl. 13.30.
Origohöllin: Valur U – Víkingur, kl. 18.
Sunnudagur:
Kórinn: HK U – Selfoss, kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -