Molakaffi: Aðalsteinn, Ómar, Viggó, Arnór, Donni

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten, glaðbeittur eftir sigur í bikarkeppninni í Sviss fyrir ári. Mynd/aðstend
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten standa vel að vígi í undanúrslitum um svissneska meistaratitilinn í handknattleik eftir annan sigur á Kriens í gær, 29:22, á útivelli. Þriðji leikur liðanna verður í Schaffhausen á miðvikudaginn.
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk í tíu skotum og aðeins eitt úr vítakasti þegar Magdeburg vann GWD Minden á útivelli, 35:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla. Magdeburg er komið upp í þriðja sæti deildarinnar.

  • Viggó Kristjánsson gerði fjögur mörk, þrjú þeirra úr vítaköstum, í 23:23 jafnteflisleik Stuttgart á útivelli í heimsókn til Hannover-Burgdorf. Stuttgart er í 14. sæti með 27 stig.
  • Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer HC töpuðu á útivelli fyrir Wetzlar, 30:22. Arnór Þór skoraði átta mörk í leiknum. Bergischer HC situr í 11. sæti.
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir PAUC þegar liðið tapaði grannaslagnum við Montpellier, 28:27, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. PAUC er í fimmta sæti deildarinnar, stigi á eftir Nimes sem vann Ivry, 35:27, í gær.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -