- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Áfangar hjá Ómari og Bjarka, sögulegur Sagosen, Coburg, Mensing

Ómar Ingi Magnússon. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -
  • Ómar Ingi Magnússon braut blað í sögu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær þegar hann varð markakóngur. Hann varð þar með fyrsti leikmaður deildarinnar sem verður markakóngur hennar á fyrsta keppnistímabili frá því að núverandi deildarfyrirkomulag var tekið upp keppnistímabilið 1977/78. Ómar Ingi kom til Magdeburg á síðasta sumri frá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold.
  • Ómar Ingi er um leið þriðji leikmaður Magdeburg til þess að verða markakóngur þýsku 1. deildarinnar frá því að Berlínarmúrinn féll og Magdeburg fékk sæti í sameinaðri fyrstu Bundesligu. Hinir eru Robert Weber 2015 og Marrhias Muscher 2019.
  • Bjarki Már Elísson skoraði 15 mörk fyrir Lemgo í gær þegar liðið vann Magdeburg í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar. Hann skoraði þar með flest mörk í einum leik í deildinni á keppnistímabilinu og sló þar með við Michael Damgaard leikmanni Magdeburg og Marcel Schiller, hornamanni Göppingen, sem höfðu mest skorað 14 mörk hvor í leikjum fyrr á keppnistímabilinu.
  • Norska stórstjarnan Sander Sagosen varð í gær landsmeistari fimmta árið í röð og í þriðja landinu. Hann varð meistari með Aalborg í Danmörku 2017, PSG í Frakklandi 2018, 2019 og 2020 og í gær var hann í meistaraliði Kiel í Þýskalandi. Einstakur árangur.
  • Átta leikmenn HSC Coburg yfirgefa liðið nú þegar keppnistímabilið er á enda í þýsku 1. deildinni. Coburg féll í 2. deild og þarf að draga verulega saman seglin af þeim sökum og einnig vegna hruns í tekjum sem rekja má til kórónuveirunnar.
  • Hinn dansk/þýskættaði handknattleiksmaður, Aaron Mensing, sem komst í fréttirnar í vetur þegar hann afþakkaði sæti í þýska landsliðinu og ákvað þess í stað að leika með danska landsliðinu, hefur verið seldur til Flensburg. Mensing var með samning við Holstebro fram til loka leiktíðar 2023 sem forráðamenn Flensborgarliðsins víluðu ekki fyrir sér að greiða upp til þess að tryggja sér krafta skyttunnar sem varð þriðji markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -