- Auglýsing -

Molakaffi: Ágúst Elí, Aron, Arnór, Orri Freyr, Donni, Späth

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding og íslenska landsliðsins. Mynd/Mummi Lú
  • Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Kolding var í úrvalsliði 15. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Hann var með með 48,6% markvörslu í sex marka sigri Kolding á SönderjyskE, 29:23, á heimavelli. Auk þess skoraði Ágúst Elí eitt mark í leiknum. 
  • Ágústi Elí tókst ekki að fylgja þessum frábæra leik eftir í gærkvöld. Þá varði hann fimm skot, 33% markvarsla, þann tíma sem hann stóð í marki Kolding er það tapaði í heimsókn til Ribe-Esbjerg, 29:27. 
  • Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Aalborg vann stórsigur á Skive, 34:24, í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg sem er öðru sæti deildarinnar með 25 stig eftir 15 leiki og er fjórum stigum á eftir Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í GOG sem tróna í toppsætinu nú sem áður. 
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk í fimm skotum þegar lið hans Elverum vann Haslum HK, 38:22, í  norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Elverum er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 14 leiki og hefur sex stiga forskot á Drammen sem er í öðru sæti. 
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fimm mörk fyrir PAUC er liðið tapaði fyrir Toulouse, 31:29, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í gærkvöld. PAUC er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig, er tveimur stigum á eftir Nantes sem situr í öðru sæti. PSG er efst og ósigrað enn sem komið er. 
  • Manuel Späth fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands í handknattleik hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna í vor. Hann hefur verið afar lánssamur á ferlinum og aðeins misst úr tvo leiki á nærri 16 ára ferli sem atvinnumaður. Leikjunum tveimur sleppti hann til að vera viðstaddur fæðingu dætra sinna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -