- Auglýsing -

Molakaffi: Aldís, Ásdís, Jóhanna, Bjarni, Tryggvi, Ólafur, Kristinn, Cazal, Hmam

Aldís Ásta Heimisdóttir gekk til liðs við Skara HF í sumar. Mynd/Mummi Lú
  • Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk en Ásdís Guðmundsdóttir ekkert þegar lið þeirra, Skara HF, vann IF Hallby HK í Skara Idrottshall, 25:23, í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Þetta var fyrsti sigur Skaraliðsins í deildinni. 
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir komst á blað markaskorara Önnereds þegar lið tapaði með 11 marka mun í heimsókn til Skuru IK, 31:20. 

  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk þegar lið hans Skövde sótti eitt stig í heimsókn til Tryggva Þórissonar og félaga í Sävehof, 26:26, í úrvalsdeild karla í Svíþjóð í gærkvöld. Tryggvi náði ekki að skora mark að þessu sinni. Hvort lið hefur þrjú stig að loknum tveimur umferðum. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði fjögur mörk í góðum sigri GC Amicitia Zürich á BSV Bern á útivelli í gærkvöld, 33:30, í fjórðu umferð A-deildarinnar í Sviss. GC Amicitia Zürich situr í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki.

  • Kristinn Guðmundsson var í gær ráðinn annar tveggja þjálfara U17 ára landsliðs karla í Færeyjum. Kristinn var á fyrri hluta þessa árs þjálfari U16 ára landsliðs kvenna og kom m.a. með liðið hingað til lands í byrjun júní auk þess að leiða það til keppni á Opna Evrópumótinu í Gautaborg í júlí. Á það mót stefnir Kristinn með U17 ára landslið Færeyja á næsta sumri eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá færeyska handknattleikssambandinu í gær. 
  • Patrick Cazal hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Túnis í handknattleik. Hann tekur við af Sami Saidi sem var látinn taka pokann sinn í sumar eftir að Túnisbúum tókst ekki að vinna til verðlauna á Afríkumótinu. Cazal  er 51 árs gamall og lék um árabil með franska landsliðinu, var m.a. í sigurliði Frakka á HM 1995 og 2001.  Stórskyttan fyrrverandi, Wissem Hmam, sem var fremsti handknattleiksmaður Túnis á fyrsta áratug þessarar aldar, verður aðstoðarmaður Gazal. Túnis verður Barein, Belgum og heimsmeisturum Dana í riðli á HM í janúar.
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -