- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Amelía Dís, Björgvin Páll, hætta á HM vegna covid, Maciel, blásið til sóknar

Amelía Dís Einarsdóttir hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV. Mynd/ÍBV
- Auglýsing -
  • Amelía Dís Einarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Amelía Dís er ungur og efnilegur vinstri hornamaður sem hefur leikið undanfarið með 3. flokki félagsins og U-liði ásamt því að vera hluti af meistaraflokkshópi ÍBV. Jafnframt hefur Amelía Dís leikið með yngri landsliðunum. 
  • Björgvin Páll Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Fjölnis til næstu tveggja ára. Björgvin Páll er einn leikjahæsti leikmaður Fjölnis frá upphafi enda leikið allan sinn feril með Fjölni að leiktíðinni 2020/2021 undanskildri er hann var með ÍR
  • Austurríska U20 ára landslið kvenna varð að draga sig úr keppni á heimsmeistaramótinu sem stendur yfir í Slóveníu þessa dagana. Kórónuveiran hefur leikið liðið grátt og er svo komið að innan við tíu leikmenn liðsins er heilir heilsu auk þess sem þjálfarar liðsins eru veikir. Ákveðið var að gefa leikinn við Brasilíu sem fram átti að fara í dag og halda heim á leið í gær.
  • Kórónuveiran virðist herja sérstaklega illa á austurrísk kvennalandslið því skömmu fyrir HM A-liða á Spáni í desember veiktist aðalþjálfarinn og varð eftir heima. Nokkrir leikmenn og fleiri veiktust eftir að mótið var hafið með þeim afleiðingum að landsliðið var ekki svipur hjá sjón og árangurinn í samræmi við það. 
  • Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Leo Maciel sem leikið hefur með Barcelona síðustu tvö ár hefur gengið til liðs við Sporting í Lissabon. Ekki var lengur pláss fyrir Maciel í liði Evrópumeistaranna eftir að þeir fengu Danann Emil Nielsen frá Nantes til að vera Gonzalo Pérez de Vargas til halds og trausts næstu árin. 
  • Til stendur að blása til sóknar hjá kvennaliði Vardar í Skopje sem hefur mátt muna sinn fífil fegri síðustu ár. Hópur kvenna undir stjórn Valentinu Radulovic hefur veg og vanda að endurreisninni. Radulovic var á árum áður fremsta handknattleikskona Norður Makedóníu og var með félagsliðum utan heima landsins auk þess að leika 230 landsleiki og skora 813 mörk. Um miðjan síðasta áratug var Vardar með eitt af betri liðum Evrópu í kvennaflokki en eins og stundum vill brenna við þá reistu forráðamenn félagsins sér hurðarás um öxl og máttu draga saman seglin.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -