- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar, Sveinbjörn, Horak, Groot, Kramer

Arnar Birkir Hálfdánsson kveður EHV Aue í lok keppnistímabilsins eftir tveggja ára veru. Mynd/EHV Aue
- Auglýsing -
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk í sjö skotum og átti tvær stoðsendingar þegar EHV Aue gerði jafntefli á útivelli við Hamm-Westfalen, 27:27, í þýsku 2. deildinni í gærkvöld. Sveinbjörn Pétursson stóð í marki EHV Aue í um hálftíma og varði 4 skot.  EHV Aue er í fimmta sæti deildarinnar. 
  • Tékkneski handknattleiksmaðurinn Pavel Horak hefur framlengt samning sinn við þýska meistaraliðið THW Kiel til eins árs, fram til loka leiktíðarinnar 2022. Horak verður fertugur á næsta ári og hefur leikið í 14 ár með félagsliðum í Þýskalandi. 
  • Hollenska handknattleikskonan Nycke Groot hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðið fyrir Ólympíuleikana sem fram eiga að fara í sumar. Groot hefur ekki leikið með landsliðinu síðan á EM 2018 og tilkynnti ársbyrjun 2019 að ferlinum með landsliðinu væri lokið. Hún hefur skipt um skoðun. Hinsvegar stendur sú ákvörðun Groot að leggja handboltaskóna á hilluna eftir leikana.  Verði hún valin í hollenska landsliðið verða leikir landsliðsins á Ólympíuleikunum í Japan svanasöngur Groot á handknattleiksvellinum.
  • Landi Groot, Jessy Kramer, stendur hinsvegar í þeim sporum að verða að hætta keppni í handknattleik vegna alvarlegra og ítrekaðra meiðsla í hné. Kramer sem er 31 árs gömul var í sigurliði Hollendinga á HM 2019. Síðustu fimm ár hefur hún leikið með Toulon í Frakklandi. Meiðsli hafa hinsvegar sett stórt strik í reikninginn síðustu misseri. M.a. fór hún aðgerð á hné í mars en því miður er batinn lítill sem enginn og því hefur Kramer ákveðið að láta gott heita og snúa sér að öðru en handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -