Molakaffi: Aron Rafn, Grétar Ari, Elvar og Roland

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður flytur heim í sumar eftir þrjú ár í Þýskalandi. Mynd/SG BBM Bietigheim
  • Aron Rafn Eðvarðsson varði 10 skot á þeim 45 mínútum sem hann stóð í marki í Bietigheim í gær er liðið vann Emsdetten, 41:31, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld.  Bietigheim er í 8. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 27 leiki. Hinsvegar syrti í álinn hjá Emsdetten. Liðið er í næst neðsta sæti en þrjú lið falla úr deildinni í lok keppnistímabilsins. 
  • Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, varði 11 skot og var með 29% hlutfallsmarkvörslu þegar Nice gerði jafntefli á útivelli gegn Besancon, 27:27, eftir að hafa verið yfir stóran hluta leiksins, m.a. 15:11, í hálfleik.  Nice situr sem fastast í 7. sæti B-deildarinnar í Frakklandi þegar liðið á einum leik eftir ólokið. 
  • Elvar Ásgeirsson lék ekki með Nancy þegar liðið tapaði fyrir Billére, 28:27,  B-deildinni í Frakklandi í gærkvöld. Elvar er einn þeirra leikmanna liðsins sem hefur ekki jafnað sig eftir að kórónuveiran stakk sér niður í herbúðir liðsins fyrir um þremur vikum. Möguleikar Nancy á að ná öðru af tveimur efstu sætunum og fara beint upp í efstu deild eru orðnir hverfandi. 
  • Roland Eradze og félagar hans í Motor Zaporozhye unnu Handball Academy, 43:12, í síðari undanúrslitaleik liðanna um úkraínska meistaratitilinn í handknattleik í gær. Motor mætir Odessa í úrslitarimmu um titilinn.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -