- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron Rafn, Ýmir Örn, Díana Dögg, Aðalsteinn

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Bietigheim t.v. Mynd/Bietigheim
- Auglýsing -
  • Aron Rafn Eðvarðsson stóð í marki Bieteigheim í gærkvöld í fyrri háfleik þegar liðið vann Fürestenbeldbruk, 31:25, á heimavelli. Aron Rafn varði fimm skot og var með 30% hlutfallsmarkvörslu. Bietigheim er í áttunda sæti 2. deildar í Þýskalandi með 25 stig að loknum 26 leikjum.
  • Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu Hannover-Burgdorf, 33:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur Hannover-Burgdorf um skeið vegna kórónuveirunnar. Ýmir Örn skoraði þrjú mörk í leiknum auk þess að vera einu sinni vísað af leikvelli. Félagi Ýmis Arnar, Jannik Kohlbacher, fór á kostum og skoraði 11 mörk.
  • Samherjar Díönu Daggar Magnúsdóttur í BSV Sachen Zwickau unnu Nurtingen, 19:16, í þýsku 2. deildinni í gær og halda fjögurra stiga forskoti í efsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Díana Dögg tók ekki þátt í leiknum þar sem hún var með íslenska landsliðinu í leik við Slóvena í undankeppni heimsmeistaramótsins.
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar í Kadetten Schaffhausen brotlentu í gær í viðureign sinni við HC Kriens í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik, 37:26. Kadetten er í öðru sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið en á ekki möguleika á að hreppa efsta sætið. Pfadi Winterhur er efst með 42 stig eftir 26 leiki. Kadetten er næst með 41 stig en hefur lokið keppni með 27 leiki. HC Kriens er næst með 40 stig en á eftir einn leik eins og Winterthur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -