- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Baijens, Elliði Snær, Steinunn, Birta Rún, Andrea, Polman

Dani Baijens með uppréttar hendur og horfir á eftir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni í leik Íslendinga og Hollendinga á EM um miðjan síðasta mánuð. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Einn hollensku landsliðsmannanna í handknattleik sem sló í gegn á EM var rétthenta skyttan Dani Baijens. Tilkynnt var í gær að hann gangi til liðs við HSV Hamburg í sumar en liðið leikur í þýsku 1. deildinni. Baijens leikur nú með ASV Hamm-Westfalen í 2. deild. Baijens hefur áður leikið í 1. deildinni í Þýskalandi, bæði TBV Lemgo Lippe og SG Flensburg. Nú er hann reynslunni ríkari. 
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í gær í æfingaleik gegn Wetzlar. Elliði Snær og félagar töpuðu með eins marks mun, 35:34. Þeir eiga leik gegn HC Erlangen í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn.
  • Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk í fimm skotum fyrir Skanderborg er liðið tapaði fyrir Esbjerg, 38:20. Gríðarlegur munur er á liðunum. Til marks um það þá var staðan að loknum fyrri hálfleik, 24:5, Esbjergliðinu í hag. Skanderborg er í 10. sæti með 11 stig eftir 18 leiki. Esbjerg er í öðru sæti með 31 stig og er fimm stigum á eftir ríkjandi meisturum, Odense Håndbold.
  • Birta Rúna Grétarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Oppsal er liðið tapaði á heimavelli fyrir Storhamar, 26:23, í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamarliðsins sem er í öðru sæti deildarinnar. Oppsal er 12. sæti af 14 liðum. 
  • Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, var ekki í leikmannahópi Kristianstad í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir H65 Hoor, 31:22.
  • Ein fremsta handknattleikskona heims, Estavana Polman, hefur verið sett út af sakramentinu í nokkra daga hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg. Polman hefur lítið náð sér á strik eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir einu og hálfu ári. Hún reyndi að taka þátt í HM á Spáni í desember með hollenska landsliðinu en kom lítið við sögu. Um síðustu helgi neitaði hún að fara inn á leikvöllinn í viðureign Esbjerg og Podravka. Eftir það var Jesper Jensen þjálfara nóg boðið og sendi hollensku landsliðskonuna í nokkurra daga leyfi. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -