- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Berta, Andrea, Aldís, Ásdís, Bjarni, Tryggvi, Guðmundur, Einar, Roland

Berta Rut Harðardóttir leikmaður Holstebro håndbold. Mynd/Holstebro Håndbold
- Auglýsing -
  • Berta Rut Harðardóttir og samherjar hennar í Holstebro fylgdu í gær eftir góðum sigri í 1. umferð dönsku 1. deildarinnar í handknattleik með öðrum sigurleik í annarri umferð í gærkvöld. Að þessu sinni vann Holstebro lið Søndermarkens, 32:26. Berta Rut skoraði tvö mörk.
  • Andrea Jacobsen og félagar í EH Aalborg unnu sinn fyrsta leik í dönsku 1. deildinni í gær. EH Aalborg vann Gudme HK frá Fjóni með 11 marka mun í fyrsta heimaleik tímabilsins, 30:19. Andrea átti eins og Berta Rut góðan leik og skoraði m.a. þrjú mörk.


  • Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fimm mörk en Ásdís Guðmundsdóttir ekkert þegar lið þeirra, Skara HF tapaði á útivelli fyrir Kristianstad HK, 34:29, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var annað tap Skara HK í deildinni og er liðið án stiga. Kristianstad, sem Andrea Jacobsen lék með um fjögurra ára skeið, hefur farið vel af stað er með fjögur stig.
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk í öruggum sigri IFK Skövde á Hammarby, 30:25, á heimavelli í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær.
  • Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark þegar Sävehof vann Hallby HK, 31:22, í fyrsta leik liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram í Jönköping, heimavelli Hallby, að viðstöddum 1.200 áhorfendum.


  • Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia Håndboldklub máttu bíta í það súra epli að tapa í heimsókn sinni til Bjerringbro/Silkeborg, 25:24, í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Þetta var fyrsta tap Fredericialiðsins í deildinni á keppnistímabilinu. Slakur fyrri hálfleikur reyndist þungur á metum þegar leikurinn var gerður upp. Að honum loknum var Fredericia fimm mörkum undir, 12:7.
  • Einar Þorsteinn Ólafsson kom ekki mikið við sögu í leiknum en hann er leikmaður Fredericia Håndboldklub sem nú er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki. Nokkrir leikir eru eftir í fjórðu umferð. Bjerringbro/Silkeborg er í fjórða sæti með sex stig eftir fjóra leiki. GOG, Aalborg og Kolding eru efst með sex stig hvert eftir þrjá leiki. Síðarnefnda liðið hefur ekki byrjað betur í átta ár.
  • Úkraínska meistaraliðið HC Motor tapaði fyrir Tusem Essen, 30:22, í þýsku 2. deildinni í gærkvöld og situr á botninum án stiga eftir þrjá leiki. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor.
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -