Molakaffi: Bjarki Már, Elvar Örn, Alexander, Arnar, Viggó, Andri Már, Ýmir Örn, staðan, Zhukov, Heindahl

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn á keppnistímabilinu með Lemgo í gærkvöld þegar hann skoraði níu mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Lemgo vann Hannover-Burgdorf, 31:27, á útivelli. Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
  • Elvar Örn Jónsson skorað sex mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar Melsungen vann Hamburg, 26:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Alexander Petersson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyrir Melsungen að þessu sinni en lét til sín taka í vörninni og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli.
  • Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum fyrir Stuttg sem krækti í eitt stig í viðureign við Wetzlar á heimavelli, 26:26. Viggó átti eina stoðsendingu. Andri Már Rúnarsson var einnig í leikmannahóp Stuttgart en skoraði ekki að þessu sinni.
  • Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann GWD Minden, 33:31, í Minden í gær.

    Staðan í þýsku 1. deildinni:
Standings provided by SofaScore LiveScore
  • Úkraínski handknatteiksmaðurinn Stanislav Zhukov hefur samið við Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar en liðið leikur í 2. deild í Þýskalandi og er um þessar mundir í næst efsta sæti. Zhukov hafði leikið með CSKA Moskvu í nærri þrjú ár en var leystur undan samningi við félagið á mánudaginn að eigi ósk. 
  • Danska landsliðskonan Kathrine Heindahl hefur verið leyst undan samning við rússneska liðið CSKA í Moskvu að eigin ósk. Heindahl er þessa dagna með danska landsliðinu í leikjum í undankeppni EM. Hún staðfesti í samtali við danska fjölmiðla í gær að hún haldi ekki á ný til Moskvu eftir næstu helgi eftir síðari leik Dana í undankeppninni. Heindahl segir framtíð sína á handknattleiksvellinum vera í óvissu af þessu sökum. Hún hafi hinsvegar ekki getað hugsað sér að snúa til baka til CSKA í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -