- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki Már, Ludwigshafen, Aðalsteinn og Sigvaldi Björn

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði 11 mörk og var markahæstur hjá Lemgo þegar liðið vann Tusem Essen í miklum markaleik í Essen í gærkvöldi í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 39:37. Lemgo færðist upp í níunda sæti með 31 stig með þessum sigri.
  • Eins og venjulega á þessum leiktíma eru leikmenn Ludwigshafen vaknaðir til lífsins. Þeir unnu Hannover-Burgdorf á útivelli í gær, 28:25, og eru aðeins stigi á eftir Oddi Gretarssyni og samherjum í Balingen í 17. sæti. Balingen er í 16. sæti en þrjú neðstu liðin, semsagt þau sem eru í 17., 18., 19. og 20. sæti falla úr deildinni í vor. 

  • Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar í Kadetten eru loksins komnir í undanúrslit í svissnesku 1. deildinni í handknattleik. Misskilnings gætti hjá handbolta.is á dögunum þegar sagt var að Kadetten væri komið áfram eftir tvo sigurleiki. Hið rétta er að þrjá vinninga þarf til að komast áfram úr átta liða úrslitum yfir í undanúrslit. Áður en að þriðja sigri Kadetten á Bern kom tapaði Kadetten einum leik. Liðið vann hinsvegar fjórðu viðureign liðanna í gærkvöld, 26:17, og er nú fyrir víst komið í undanúrslit.  Kadetten mætir annað hvort Wacker Thun eða Kriens í undanúrslitum en ekki eru öll kurl komin til grafar í rimmu þeirra liða eftir fjórar viðureignir. 
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Vive Kielce eru aðeins einu stigi frá pólska meistaratitilinum í handknattleik eftir sigur á Azoty Pulawy, 30:29, á heimavelli í gærkvöld. Sigvaldi Björn skoraði fimm mörk í sex skotum. Vive Kielce hefur unnið alla 24 leiki sína í deildinni á keppnistímabilinu. Wisla Plock á ennþá fræðilega möguleika á að jafna Kielce að stigum en stendur höllum fæti í innbyrðis leik liðanna. Kielce og Plock eiga eftir að mætast áður en yfirlíkur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -