- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki Már, Óðinn Þór, Hákon Daði, Elliði Snær, Grétar Ari, Elvar, Viktor Gísli, Sveinn

Bjarki Már Elísson ásamt samherjum í Lemgo. Mynd/Lemgo Lippe
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson var magnaður í gærkvöld þegar lið hans Lemgo komst áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar með þriggja marka sigri á heimavelli á liði Füchse Berlin, 32:29, eftir framlengdan leik. Bjarki Már skoraði 13 mörk í 17 skotum, þar af tvö úr vítakasti. Þetta er í annað sinn í bikarkeppninni á tímabilinu sem Bjarki Már skorar nokkuð á annan tug marka í leik í bikarkepninni en Lemgo á titil að verja. Ekki þar af að taka fram að Bjarki Már var markahæsti leikmaður vallarins.
  • Auðvitað jafnaði Bjarki Már metin, 25:25, í lok venjulegs leiktíma. Annars átti Lemgoliðið lengi vel undir högg að sækja í leiknum og var m.a. undir, 15:12, í hálfleik og aftur 20:16, þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleik. Bjarki og félagar eru hinsvegar miklir stemningsmenn og kunna vel við sig í bikarkeppninni.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson lék sinn fyrsta leik með Gummersbach í gærkvöld eftir að hafa gengið til liðs við félagið um helgina á samningi fram til áramóta, hið minnsta. Hann skoraði þrjú mörk í jafn mörgum skotum er Gummersbach vann Nordhorn í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikið var á heimavelli Gummersbach, Schwalbe-Arena. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í Gummersbachliðinu með sjö mörk og Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk.
  • Elvar Ásgeirsson var ekki í leikmannahópi Nancy þegar liðið tapaði fyrir Chambéry í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Flensa, þó ekki covid, hefur herjað á leikmenn Nancy í vetrarkuldanum, undanfarna daga og fékk Elvar sinn skammt af henni eins og aðrir. Nancy rekur lestina í deildinni sem fyrr.
  • Grétar Ari Guðjónsson og samherjar hans í Nice eru komnir upp í fimmta sæti í frönsku 2. deildinni. Þeir lögðu Villeurbanne, 34:30, á útivelli í gærkvöld. Grétar Ari var hluta leiksins í marki Nice, varði sex skot sem er 28% markvarsla.
  • Viktor Gísli Hallgrímsson stóð einnig hluta leiksins í marki GOG í gærkvöld þegar liðið vann SönderjyskE, 35:26, í dönsku úrvalsdeildinni. Viktor varði 3 skot, 22%. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir SönderjyskE og var einu sinni vísað af leikvelli.
  • GOG er efst í dönsku úrvalsdeildinni eins og áður með 29 stig eftir 15 leiki. SönderjyskE er hinsvegar í 10. sæti með 11 stig.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -