- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Sagosen, Janus, Andri, Daníel, Orri, Örn, Birta, Sara, Halldór

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo gerðu í gær jafntefli við meistaraliðið THW Kiel, 21:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már skoraði þrjú mörk, þar af var eitt markanna úr vítakasti. Staðan í hálfleik var 10:9 fyrir Lemgo eftir fyrri hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn í 22 mánuði sem Kiel skoraði færri en tíu mörk í fyrri hálfleik í þýsku 1. deildinni. Lemgo er í níunda sæti.
  • Hvorki Sander SagosenSteffen Weinhold léku með Kiel í leiknum í gær. Eins og kom fram á handbolta.is í gær þá vann Magdeburg sjöunda leik sinn í deildinni er liðið lagði Flensburg, 33:28, og er með fullt hús stiga í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Þetta í fyrsta sinn sem Magdeburg vinnir sjö fyrstu leiki sína í deildinni. Lið félagsins hefur heldur ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni síðan tímabilið 2000/2001 er það varð þýskur meistari undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.
  • SC Magdeburg er efst í deildinni með 14 stig eftir sjö leiki. Füchse Berlin er stigi á eftir og Kiel er í þriðja sæti með 12 stig. Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen eru í fjórða sæti með 10 stig og HSV Hamburg er óvænt í fimmta sæti með 9 stig, reyndar eftir átta leiki. Hamburg vann GWD Minden í gær, 31:27.

  • Hvorki Andri Már RúnarssonDaníel Þór Ingason náðu að skora þegar lið þeirra, Stuttgart og Balingen, mættust í þýsku 1. deildinni í gær. Andri og félagar höfðu betur, 27:26, í uppgjöri liðanna í suðurhluta Þýskalands. Liðin eru í 15. og 16. sæti deildarinnar og virðast ætla að verða í basli.
  • Orri Freyr Þorkelsson lék ekki með Elverum þegar liðið vann Kolstad, 29:28, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Nokkrir leikmenn Elverum gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna magakveisu sem á þá herjaði. Elverum er áfram eitt og ósigrað í efsta sæti deildarinnar.
  • Örn Vesteinsson Östenberg skoraði eitt mark fyrir Tønsberg Nøtterøy þegar liðið tapaði, 33:30, fyrir ØIF Arendal Elite í norsku úrvalsdeildinni. Tønsberg Nøtterøy er í næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig þegar sjö umferðir eru að baki.
  • Birta Rún Grétarsdóttir var ekki í liði Oppsal í gær þegar liðið vann Larvik, 27:20, í norsku úrvalsdeildinni. Um var að ræða annan sigur Oppsal í deildinnni og er liðið nú í níunda sæti af 14 eftir sjö umferðir.
  • Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði tvö mörk fyrir Gjerpen þegar hún sótti sína fyrri samherja í Volda heim í gær í norsku 1. deildinni. Leiknum lauk með jafntefli, 25:25. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda og Hilmar Guðlaugsson er aðstoðarþjálfari. Katrín Tinna Jensdóttir, unglingalandsliðskona, leikur með Volda. Gjerpen er efst í deildinni með níu stig eftir fimm leiki. Volda er í fimmta sæti með fimm stig eftir fjóra leiki.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -