- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Erlingur, Litáar, Díana Dögg, Sveinn

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Japans hvetur sína menn til dáða. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn hollenska landsliðinu í vináttulandsleik á fjögurra liða móti í Gdansk í Póllandi í gær. Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson er þjálfari hollenska landsliðsins. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 16:16.
  • Hollenska landsliðið verður með íslenska landsliðinu í riðli á EM sem hefst í næsta mánuði. Erlingur tefldi ekki fram öllum trompum sínum í leiknum í gær.

  • Því miður var afar torsótt í gærkvöld að komast að því hvort japönsku handknattleiksmennirnir sem leika hér á landi voru í japanska liðinu í leiknum í gær. Dagur og lærisveinar hans búa sig þessa dagana undir Asíumeistaramótið sem fram fer í Sádi Arabíu síðla í janúar.
  • Í hinum leik mótsins í Gdansk í gær vann landslið Túnis pólska landsliðið, 30:26. Japanska landsliðið mætir pólska landsliðinu á mótinu í dag og Holland leikur við Túnis.
  • Landslið Litáen sem er væntanlegt hingað til lands í byrjun næsta árs til tveggja vináttuleikja við íslenska landsliðið gerði jafntefli við Letta, 31:31, í vináttulandsleik í Lettlandi í gær.
  • Keppni hefst í kvöld á nýjan leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna eftir hlé frá því um miðjan nóvember. Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona, og félagar hennar í BSV Sachsen Zwickau mæta liði HL Buchholz 08-Rosengarten á heimavelli í kvöld. Engir áhorfendur verða á leiknum kórónuveiran hefur breitt hressilega úr sér í austurhluta Þýskalands upp á síðkastið og er nú svo komið að leikið verður fyrir luktum dyrum.
  • BSV Sachsen Zwickau og HL Buchholz 08-Rosengarten eru jöfn að stigum, með tvö hvort, þegar átta umferðir eru að baki í þýsku 1. deildinni. Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir bæði lið í botnbaráttunni.
  • Hvorki fleiri né færri en 12 leikmenn danska úrvalsdeildarliðsins SønderjyskE eru úr leik vegna smita kórónuveiru eftir því sem JydskeVestkysten greinir frá í gær. Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður er einn leikmanna SønderjyskE. Þar með virðist liggja nokkuð í augum uppi að leikur SønderjyskE og Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni sem fram á að fara annað kvöld verður að bíða eitthvað fram á nýtt ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -