- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dale, AEK, Norðmenn, Frakkar, Ungverjar, Svartfellingar

Kari Brattset Dale landsliðsmaður Noregs og leikmaður Györ í Ungverjalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Norska landsliðskonan Kari Brattset Dale hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ungverska stórliðið Györ. Dale, sem stendur á þrítugu og er á leiðinni á Ólympíuleika með Evrópumeisturum Noregs, hefur verið í herbúðum Györ síðustu þrjú ár og leikið á þeim tíma 128 leiki og skorað 434 mörk. 
  • AEK Aþena varð í gær grískur meistari í handknattleik karla eftir að hafa unnið PAOK öðru sinni í úrslitum um meistaratitilinn, 35:32, eftir framlengingu. Mikil töf hefur orðið á að hægt væri að koma úrslitaleikjunum á vegna kórónuveirusýkingar innan beggja liða en loks tókst að ljúka rimmunni. Leikurinn í gærkvöld á heimavelli PAOK var afar jafnt og mætti vart á milli sjá fyrr en komið var fram í uppbótartíma.
  • Eftir stórsigur Norðmanna í fyrri vináttuleiknum við Frakka, 30:21, í handknattleik kvenna gerðu lið þjóðanna jafntefli í gærkvöldi, 28:28, í Bayonne í Frakklandi. Frakkar voru átta mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 18:10.
  • Ungverjar unnu Svartfellinga, 28:22, í vináttuleik í handknattleik kvenna í gær en eins og Norðmenn og Frakkar búa landslið þjóðanna sig undir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðar í þessum mánuði.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -