- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Daníel Andri, Boquist, staðfest fjölgun hjá yngri landsliðum

Daníel Andri Valtýsson markvörður hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
  • Daníel Andri Valtýsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Daníel er 25 ára gamall og kom til liðs við Gróttu fyrir þremur árum. Hann er markmaður og er uppalinn á Hlíðarenda. Daníel lék stærstan hluta leikjanna í ungmennaliðinu í vetur og valinn besti leikmaður ungmennaliðsins á lokahófi handknattleiksdeildar Gróttu í maí. 
  • Martin Boquist, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Evrópumeistara Svía í handknattleik karla hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari norska karlalandsliðsins. Boquist er 45 ára gamall. Samningur hans við norska landsliðið er til fjögurra ára og verður Boquist í fullu starfi frá 1. október nk.  Boquist kom inn í þjálfarateymi sænska landsliðsins þegar Kristján Andrésson tók við þjálfun landsliðsins 2016. Eftir að Kristján hætti snemma árs 2020 vann Boquist í tvö ár með eftirmanni Kristjáns, Glenn Solberg. Upp úr samstarfi þeirra slitnað eftir Evrópumeistaramótið í janúar. 
  • Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu staðfesti á fundi sínum fyrir helgina fyrri samþykkt mótanefndar sambandsins síðan í vor að fjölga þátttökuliðum í lokakeppni Evrópumóta U18 og U20 ára landsliða kvenna og karla úr 16 í 24. Er það til samræmis við mót fullorðinna en 24 lið hafa tekið þátt í EM karla frá 2020 og sami fjöldi verður í lokakeppni EM kvenna frá og með 2024.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -