- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Nielsen, Arnar, Guðmundur, Ómar

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd /PAUC
- Auglýsing -
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, lék á ný með PAUC-Aix, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær eftir nokkurra vikna fjarveru sem skýrist af því að hann veiktist af kórónuveirunni. Donni náði ekki að skora mark þegar PAUC sótti Ivry heim og tapaði, 23:22. PAUC er í fimmta sæti deildarinnar en á þrjá leiki inni á liðin fyrir ofan. 
  • Danski markvörðurinn Emil Nielsen átti stórleik í gær þegar lið hans Nantes vann PSG, 25:24, í frönsku 1. deildinni. Nielsen var með 42% hlutfallsmarkvörslu og lagði grunn að sigri Nantes. Þetta var fyrst tap stórliðs PSG í 23 leikjum í deildinni. Enn athyglisverðara er að þetta er fyrsta tap PSG á heimavelli í frönsku 1. deildinni í fjögur ár. 
  • Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark þegar Melsungen tapaði fyrir Flensburg, 32:30, í Flensburg í hörkuleik í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar lið Melsungen. Svíinn Hampus Wanne skoraði 11 mörk fyrir Flensburg sem áfram er í efsta sæti deildarinnar. Kai Häfner var atkvæðamestur leikmanna Melsungen við að skora mörk. Hann skoraði átta sinnum.
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm sinnum fyrir Magdeburg sem tapaði óvænt fyrir Erlangen á útivelli í þýsku 1. deildinni í gær. Christian O’Sullivan skoraði 12 mörk í 14 skotum fyrir Magdeburg. Nico Büdel og Sebastian Firnhaber skoruðu fimm mörk hvor fyrir lið Erlangen. 
  • Staðan – Flensburg 46(25), Kiel 45(25), Rhein Neckar Löwen 42(28), Magdeburg 38(26), Göppingen 34(25), Wetzlar 30(27), Füchse Berlin 29(25), Bergsicher 27(24), Melsungen 25(24), Leipzig 25(25), Lemgo 24(23), Erlangen 24(24), Stuttgart 23(27), Hannover-Burgdorf 20(25), GWD Minden 18(26), Balingen-Weilstetten 17(27), Ludwigshafen 13(26), Nordhorn 13(28), Essen 11(27), Coburg 8(25).
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -