- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Einn sá besti hættir – Motor í þýska handboltann?

Kiril Lazarov. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Einn fremsti handknattleiksmaður þessarar aldar, Norður Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov, hefur ákveðið að hætta keppni í lok þessa keppnistímabils. Síðasti leikur hans með Nantes verður á laugardaginn þegar Nantes og PSG mætast í úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik. Lazarov ætlaði að hætta fyrir ári en féll fyrir þeirri freistingu að bæta við einu ári sem nú er á enda.
  • Lazarov ætlar að einbeita sér að starfi sínu sem landsliðsþjálfari karla landsliðs Norður Makedóníu sem hann tók við snemma á síðasta ári.  Vafalítið er að Lazarov er einn allra besti handknattleiksmaður sögunnar. Hann er markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu frá upphafi og einnig sá markahæsti á heimsmeistaramótum. 
  • Lazarov hóf ferilinn með Via Pelister Bitola frá 1996 til 2000. Eftir það hefur hann leikið með mörgum fremstu félagsliðum heims, m.a. RK Zagreb, Barcelona, Ciudad Real, Veszprém og Nantes
  • Komið hefur til tals að úkraínska meistaraliðið HC Motor Zaporozhye leiki í þýsku 2. deildinni á næsta keppnistímabili og verði þar með með bækistöðvar í Þýskalandi. Auk þess mun liðið taka þátt í Evrópukeppni félagsins, sennilega verður liðið áfram í Meistaradeild Evrópu. Þjóðverjar eru mjög áhugasamir um að standa á bak við liðið með því að veita því keppnisrétt í þýsku deildarkeppninni þó með þeim skilyrðum að það getur ekki færst upp í 1. deild þótt vel gangi.
  • Motor hefur orðið meistari í Úkraínu síðustu sjö ár og hefur þrisvar á þeim tíma komist í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Þegar lið félagsins varð að hætta keppni í lok febrúar var Savukynas Gintaras þjálfari liðsins og Roland Eradze hans aðstoðarmaður. Þeim tókst að komast frá Úkraínu á dögunum eftir innrás Rússa í landið.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -