- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elín, Viktor, Sveinn, Sandra, Aðalsteinn, Harpa, Díana, Andrea

Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og markvörður Ringkøbing Håndbold. Mynd/Ringkøbing Håndbold
- Auglýsing -
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 10 skot sem gerði 31% hlutfallsmarkvörslu, þegar lið hennar Ringköbing Håndbold vann Holstebro, 30:23, í dönsku úrvalsdeldinni í handknattleik í gær. Sigurinn var afar kærkominn því nýliðar Ringköbing leggja mikla áherslu á að vinna þau lið sem reiknað er með að verði á líku róli og það í keppninni í vetur, þ.e. fyrir neðan miðjuna.
  • Viktor Gísli Hallgrímsson var í sigurliði GOG sem tyllti sér á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í gær með öruggum sigri á Fredericia, 34:29, á heimavelli í gær. GOG var með níu marka forskot í hálfleik. Bilun var í uppfærslu á tölfræði frá leiknum á heimasíðu dönsku úrvalsdeildarinnar og því er ekki ljóst hvort Viktor Gísli tók mikið þátt í leiknum.
  • Sveinn Jóhannsson og samherjar í SönderyskE steinlágu fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 36:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Sveinn kom lítið við sögu í leiknum. SönderjyskE er í 10. sæti af 15 liðum með fjögur stig að loknum sex leikjum.
  • Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá EH Aalborg þegar liðið vann Gudme frá Fjóni, 21:19, á heimavelli í dönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Eitt marka sinna skoraði Sandra úr vítakasti. EH Aalborg hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur það sem af er keppni í deildinni og situr í fimmta sæti.
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu Geneve (Genf) með 15 marka mun, 37:22, í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær. Kadetten er efst í deildinni með 10 stig að loknum fimm leikjum.
  • Harpa Rut Jónsdóttir var ekki í liði LK Zug þegar það tapaði á heimavelli fyrir LC Brühl Handball, 31:28 í A-deildinni í Sviss í gær. LK Zug hefur hlotið sex stig í fimm leikjum og situr í þriðja sæti deildarinnar.
  • Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau féllu í gær úr leik í þýsku bikarkeppninni með átta marka tapi á heimavelli fyrir HC Rödertal, 31:23. Díana Dögg skoraði fimm mörk í sjö skotum átti tvær stoðsendingar. BSV Sachsen Zwickau var marki yfir í hálfleik, 12:11. Liðinu féll síðan allur ketill í eld í síðari hálfleik og virðist varnarleikurinn hafa verið slakur og einnig markvarslan.
  • Andrea Jakobsen og félagar hennar í Kristianstad unnu Lugi í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gær, 29:26. Kristianstad vann báða leikina saman lagt 66:49.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -