- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Endurkjörinn, nýr varforseti, Hansen, Zaponsek, Kristín

Michael Wiederer forseti EHF. Mynd/Uros Hocevar / Kolektiffimages
- Auglýsing -
  • Michael Wiederer var í gær endurkjörin forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, til næstu fjögurra ára á þingi EHF sem haldið var í Vínarborg. Endurkjörið kom ekki á óvart þar sem Wiederer var einn í kjöri. Nú hefst hans annað kjörtímabil á stóli forseta EHF en áður var hann framkvæmdastjóri sambandsins 1992. Wiederer er 65 ára gamall.
  • Svartfellingurinn Predrag Boskovic var kjörinn varaforseti EHF og var einnig sjálfkjörinn eftir að Hollendingurinn Tjark de Lange dró framboð sitt til baka á fimmtudaginn.
  • Ekki var um átakaþing að ræða hjá EHF að þessu sinni og hluti þingfulltrúa sat heima og tók þátt í þinginu í gegnum fjarfundarbúnað. Þar á meðal formaður og framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, Guðmundur B. Ólafsson og Róbert Geir Gíslason.
  • Danski landsliðsmaðurinn Jóhan á Plógv Hansen, sem er af færeysku bergi brotinn, mun leika með Flensburg á næstu leiktíð ef marka má óstaðfestar fregnir frá Þýskalandi. Hansen hefur leikið með Hannover-Buirgdorf undanfarin tvö ár og gert það gott. Hansen sem leikur í hægra horni er væntanlegur arftaki þeirrar stöðu í danska landsliðinu þegar Hans Lindberg og Lasse Svan draga saman seglin.
  • Slóvenski markvörðurinn Rok Zaponsek verður liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Donna, hjá PAUC það sem eftir er leiktíðar í Frakklandi. Zaponsek hefur varið markið hjá Cesson Rennes til þessa á keppnistímabilinu. Wesley Pardin, markvörður PAUC, sleit krossband í leik með franska landsliðinu á HM í Egyptalandi. Síðan hefur staðan ekki verið nægilega vel mönnuð hjá PAUC-liðinu.
  • Sænska landsliðskonan Kristín Þorleifsdóttir, sem er af íslensku bergi brotin, verður ekki með Randers þegar þráðurinn verður tekinn upp í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar á morgun. Kristín kom heim smituð af kórónuveirunni eftir ferð sænska landsliðsins til Úkraínu um síðustu helgi. Félagslið Kristínar greindi frá þessu í gær.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -