- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Er úr leik, fleiri Hollendingar, bíður heima, Zachrisson aftur í boltann

Domagoj Pavlovic t.v. studdur út af æfingu. Mynd /MT Melsungen
- Auglýsing -
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, getur ekki spilað út Domagoj Pavlovic í næstu leikjum, að minnsta kosti fram að áramótum. Króatinn meiddist á ökkla á síðustu æfingu fyrir leikinn við Bergischer á sunnudaginn. Nú er komið í ljós að meiðslin eru það slæm að hann verður ekki með liði sínu næstu vikurnar. 
  • Danska handknattleiksliðið Odense Håndbold verður með þrjár hollenskar landsliðskonur innan sinna raða á næsta keppnistímabili. Í gærmorgun greindi félagið frá því að það hafi samið við Kelly Vollebregt frá og með næsta sumri. Vollebregt, sem leikur í hægra horni, er nú í herbúðum Borussia Dortmund í Þýskalandi og verður í eldlínunni á EM sem hefst á fimmtudaginn í Danmörku.
     

  • Henk Groener þjálfari þýska kvennalandsliðsins fer ekki með liðinu til Danmerkur í dag. Hann hefur ekki jafnað sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Vonir standa til þess að Groener komi til liðs við þýska liðið á næstu dögum. Fyrsti leikur Þjóðverja verður á fimmtudaginn gegn Rúmeníu í íþróttahöllinni í Kolding. 
  • Handknattleiksmaðurinn Mattias Zachrisson og fyrrverandi landsliðsmaður Svía sem neyddist til að leggja keppnisskóna á hilluna í vor eftir langvarandi glímu við meiðsli hefur verið tekinn í þjálfarateymi Guif í Eskilstuna, liðinu sem Daníel Freyr Andrésson leikur með. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -