- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Fleiri smit, Kolstad, Wanne, Svartfellingar

Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Fleiri smit hafa gert vart við sig í leikmannahópi hollenska landsliðsins í handknattleik sem verður með íslenska landsliðsinu í riðli á EM í handknattleik. Í gær var sagt frá að Florent Bourget hafi smitast. Erlingur Richardsson er þjálfari hollenska landsliðsins. Hann kallaði í Niko Blauw í stað Bourget áður en hollenska landsliðið fór til Ungverjalands.
  • Þetta er annað smitið sem kemur upp innan hollenska landsliðsins í aðdraganda EM. Á laugardaginn greindist smit hjá Ephrahim Jerry. Hollenska landsliðið hefur keppni á EM annað kvöld þegar það mætir Ungverjum í Búdapest. Íslenska landsliðið leikur við Hollendinga á sunnudaginn.

  • Norska handknattleiksliðið Kolstad, sem Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson ganga til liðs við í sumar, hefur samið við tvo leikmenn til viðbótar við hóp manna sem félagið samdi við fyrr í vetur. Í gær var greint frá að Gøran Johannessen og Vetle Eck Aga ætli að koma til félagsins. Sá fyrrnefndi bætist í hópinn sumar 2023 þegar samningur hans við Flensburg rennur út. Aga hefur víst sagt upp samningi sínum við sænska liðið Sävehof og kemur þá væntanlega til Þrándheimsliðsins í sumar. Forráðamenn Kolstad hugsa stórt og ætla sér að byggja upp stórlið á evrópskan mælikvarða.
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Hampus Wanne fór með sænska landsliðinu til Bratislava í gær þar sem það leikur á EM í handknattleik. Wanne geindist smitaður af covid á laugardaginn en fékk í framhaldinu tvær neikvæðar niðurstöður í skimun og fór þar af leiðandi með leigurflugi landsliðsins til Slóvakíu. Sænska landsliðið verður með Tékkum, Bosníumönnum og Evrópumeisturum Spánverja í E-riðli sem leikinn verður í Bratislava.

  • Að minnsta kosti fimm leikmenn landsliðs Svartfellinga eru í einangrun auk þjálfarans Zoran Roganovic. Hugsanlegt er að þjálfarinn verði klár í slaginn þegar Svartfellingar mæta heimsmeisturum Dana annað kvöld. Aðrir verða að öllum líkindum áfram í einangrun. Fyrir vikið ríkir svartsýni meðal Svartfellinga sem mæta einnig Slóvenum og Norður Makedóníumönnum á EM. Keppni í A-riðli hefst annað kvöld í Debrechen í Ungverjalandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -