Molakaffi: Geipel, Helbig, Jacobsen, Olsen, Bicer

Lars Geipel dómari dæmir ekki fleiri leiki með félaga sínum Marcus Helbig. Mynd/EPA
  • Lars Geipel og Marcus Helbig þekktustu handknattleiksdómarar á síðustu árum hafa ákveðið að hætta að dæma. Geipel greindi frá þessu í gær. Helbig félagi hans er alvarlega veikur og hefur verið frá af þeim sökum um nokkurra mánaða skeið.  Þeir félagar hafa m.a. dæmt saman frá árinu 1993 og hafa dæmt á  heims- og Evrópumótum, Ólympíuleikunum og í úrslitum Meistaradeildar.
  • Dönsku landsliðsmennirnir Emil Jakobsen og Morten Olsen fóru í gær með landsliðinu til Japans til þátttöku á Ólympíuleikunum sem hefjast eftir rúma viku. Báðir meiddust þeir í viðureign Dana og Svía í vikunni.  Meiðsli þeirra virðast ekki alvarleg og ekkert talið til fyrirstöðu að þeir verði klárir í slaginn í fyrsta leik heims- og ólympíumeistarana 24. júlí. 
  • Hið fornfræga þýska handknattleikslið, Grosswallstadt sem leikur í 2. deild, samdi í gær við tyrkneska landsliðsmanninn Görkem Bicer. Hann er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Bicer hefur gert það gott með Besiktas.
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -