- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Geir verður bæjarstjóri, hagnaður hjá Skjern, Piroch, Bokhan

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Nýr meirihluti í Hveragerði leggur til á næsta bæjarstjórnarfundi að Geir Sveinsson fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik og fyrirliði landsliðsins til margra ára, verði ráðinn næsti bæjarstjóri í Hveragerði. Frá þessu var sagt á heimsíðu bæjarins í gær. Ríflega 20 sóttu um starfið sem auglýst var fyrir nokkru laust til umsóknar. 
  • Geir var landsliðsþjálfari karla í handknattleik frá 2016 til 2018 og er þriðji leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Hann hefur meira og minna búið utanlands síðasta áratuginn og m.a. þjálfað félagslið í Austurríki og í Þýskalandi til viðbótar við landsliðið. Síðasta var Geir þjálfari Nordhorn keppnistímabilið 2019/2020. Hann var um tíma varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2010 til 2012. 

  • Tíunda árið í röð skilar rekstrarfélag danska úrvalsdeildarliðsins Skjern afgangi af rekstri sínum en það birti reikninga sína í vikunni. Skjern hefur um árabil verið með eitt besta karlalið Danmerkur auk þess að eiga traustan hóp stuðningsmanna og fjárhagslegra bakhjarla. Sveinn Jóhannesson leikur með Skjern á næsta keppnistímabili en margir Íslendingar hafa verið hjá liði félagsins á síðustu árum. 
  • Forsvarsmenn  pólska liðsins Wisla Plock halda áfram að styrkja sveit sína fyrir komandi keppnistímabil og veitir ekki af því Wisla tekur í fyrsta sinn þátt í Meistaradeild Evrópu. Í gær var samið við tékkneska landsliðsmanninn Tomas Piroch. Hann kemur til Plock frá Créteil í Frakklandi. Piroch lék einnig um nokkurt skeið með Melsungen áður en hann fór til Frakklands

  • Hvít-rússneski línumaðurinn Viachaslau Bokhan hefur samið við Dinamo Búkarest til næstu þriggja ára. Hann lék með HC Motor í Úkraínu frá 2020 en eftir að innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar flutti Bokhan heim til Hvíta-Rússlands og lék út leiktíðina með uppeldisfélagi sínu, SKA Minsk


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -