- Auglýsing -

Molakaffi: Grétar Ari, Hannes, Bjarni, Daníel, Aron, Teitur, Andrea

Grétar Ari Guðjónsson markvörður Nice. Mynd/Cavigal Nice Handball
  • Grétar Ari Guðjónsson stóð nær allan leikinn í marki Nice þegar liðið vann Dijon, 35:29, í frönsku 2. deildinni í handknattleik. Hafnfirðingurinn varði 10 skot, þar af eitt vítakast, sem gerði 29% markvörslu. Nice hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Aðeins Sélestat og Massy eru með fullt hús stiga þegar þremur umferðum er lokið.
  • Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard er áfram í efsta sæti austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik. Þeir unnu Barnbach, 29:21, á heimavelli í gærkvöld og hafa þar með sjö stig eftir fjóra leiki. Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik. Að honum loknum var Alpla Hard með fimm marka forskot, 13:8.
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði átta mörk og lét einnig til sín taka í vörn IFK Skövde þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir meisturum síðasta árs, Sävehof, 30:27, í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Skövde situr í níunda sæti deildarinnar með tvö stig að loknum þremur leikjum.
  • Aron Dagur Pálsson og Daníel Freyr Andrésson markvörður skoruðu eitt mark hvor í sigurleik liðs þeirra, Guif, á Hallby 28:25, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Daníel Freyr lék auk þess allan leikinn í marki Guif sem er í sjöunda sæti með fjögur stig.
  • Teitur Örn Einarsson skoraði fjórum sinnum er IFK Kristianstad gerði jafntefli við IFK Ystads HK, 24:24, á útivelli einnig í sænsku úrvalsdeildinni. IFK Kristianstad er með tvö stig þegar þremur umferðum er lokið í deildinni.
  • Andrea Jacobsen og samherjar í Kristianstad HK unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld er liðið lagði BK Heid, 21:20, á útivelli. Kristianstad HK hefur lokið tveimur leikjum. Ólag er á vef sænsku úrvalsdeildarinnar í morgunsárið. Þess vegna liggur ekki fyrir góð tölfræði um íslensku leikmennina í deildunum tveimur. Til að mynda eru úrslitin í leiknum hjá Andreu ekki kominn inn á vefsíðuna þegar þegar þetta er skrifað upp úr klukkan sjö árdegis.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -