- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hákon Daði, Elliði, Nágy, Sandra, Elín Jóna, Skube, Vasile

Hákon Daði Styrmisson lengst t.h. ásamt nýjum samherjum, þar á meðal Elliða Snæ Viðarssyni sem er Hákoni til hægri handar. Mynd/Vfl Gummersbach
- Auglýsing -
  • Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Gummersbach tryggði sér sæti í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær með því að leggja  Pforzheim/Eutingen, 25:20, á útivelli í fyrstu umferð. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach-liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar annað tímabilið í röð. Martin Nágy, markvörður sem varð Íslandsmeistari með Val á síðasta keppnistímabili, stóð í marki Gummersbach í rúmar sjö mínútur og varði þrjú skot, 50%.
  • Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í danska B-deildarliðinu EH Aalborg féllu úr keppni í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í gær þegar liðið tapaði fyrir NFH, Nyköbing-Falster, 36:28, á heimavelli. NFH leikur í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Liðið var yfir, 19:14. Sandra átti góðan leik og skoraði m.a. fimm mörk fyrir EH Aalborg.
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður, og hennar nýju félagar í Ringkøbing Håndbold féllu einnig úr leik í bikarkeppninni í Danmörku í gær. Ringkøbing tapaði fyrir Danmerkurmeisturum Odense Håndbold, 36:21, eftir að hafa verið 20:9 undir að loknum fyrri hálfleik. Ringkøbing verður nýliði i dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu sem hefst um mánaðarmótin.
  • Slóvenski handknattleiksmaðurinn Stas Skube hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska meistaraliðið Vive Kielce sem Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson leika með. Skube kemur til Kielce á næsta sumri þegar samningur hans við Meshkov Brest í Hvíta-Rússlandi rennur út. Kielce hefur þegar samið við Nedim Remili og Benoit Kounkoud leikmenn PSG um að koma til félagsins næsta sumar. 
  • Lið Constanta kom á óvart er það lagði Dinamo Búkarest, 18:17, í meistarakeppni rúmenska karlahandboltans í vikunni. Dinamo-liðið hefur verið sterkasta lið landsins um nokkurt skeið og safnaði þar á ofan að sér mannskap í sumar í kjölfar komu hins snjalla þjálfara, Xavi Pascual, til þess. Dani Vasile, markvörður Constanta, reyndist liðsmönnum Dinamo afar óþægur ljár í þúfu í leiknum. Hann varði hart nær 60% skota sem á mark hans bárust.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -