- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hannes Jón, Grétar Ari, Anton, Örn, Axel

Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki fagnaði sigri í bikarkeppninni í dag. Mynd/Alexandra Köß
- Auglýsing -
  • Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard töpuðu fyrsta úrslitaleiknum við Krems um austurríska meistaratitilinn í handknattleik í gærkvöld, 31:30. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hrein úrslit. Jafnt var að loknum hefðbundnum leiktíma, 28:28.  Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Krems á laugardaginn. Alpla Hard á titil að verja í austurríska karlahandboltanum. 
  • Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og samherjar í Nice féllu í gærkvöld úr keppni í umspili um sæti í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Nice tapaði á heimavelli fyrir Sélestat, 32:28, en liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni. Grétar Ari varði 8 skot í marki Nice í leiknum, 29%. Sélestat og Pontualt halda áfram keppni og mæta Ivry og Cherbourg í næstu umferð umspilsins. Darri Aronsson gengur til liðs við Ivry fyrir næsta keppnistímabil. 
  • TV Emsdetten, sem Anton Rúnarsson og Örn Vésteinsson Östenberg leika með, féll í gær úr þýsku 2. deildinni í handknattleik. Liðið tapaði á heimavelli fyrir Hamm-Westfalen, 31:30. Þar með er öll von úti um að forðasta fall úr deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Anton, sem gekk til liðs við félagið fyrir ári eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val, skoraði þrjú mörk í leiknum í gær. Örn náði sér ekki á strik og skoraði ekki mark að þessu sinni. 
  • Emsdetten fylgir þar með EHV Aue eftir niður í 3. deild.  Óljóst er ennþá hvort það verður Grosswallstadt, Dormagen eða Ferndorf sem verður þriðja liðið sem fellur úr deildinni. Grosswallsadt heldur í vonina eftir sigur á Tusem Essen í gær, 25:24. 
  • Vipers Kristiansand vann í gær úrslitakeppnina í norska handboltanum í kvennaflokki með öðrum sigri á Storhamar, 24:17, í úrslitum. Axel Stefánsson er annar tveggja þjálfara Storhamar sem hafnar þar með í öðru sæti úrslitakeppninnar eins og liðið gerði í deildarkeppninni. 


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -