- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hansen, Fuhr er farinn, Eva Hrund, Kristín, Arnar

Mikkel Hansen hefur skorað 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen varð á síðasta fimmtudag fjórði handknattleiksmaðurinn til þess að skora 1.000 mörk í Meistaradeild Evrópu. Hansen náði áfanganum í sigurleik Aalborg Håndbold á Celje Lasko í fyrstu umferð keppninnar og í fyrsta Evrópuleik sínum fyrir danska félagið. Aðrir í 1.000 marka  klúbbnum eru Kiril Lazarov, Nikola Karabatic og Timur Dibirov

  • André Fuhr var í gær leystur frá störfum sem þjálfari handknattleiksliðs Borussia Dortmund eftir þriggja ára veru hjá félaginu. Fyrir helgina var samningum tveggja leikmanna, Amelie Berger og Mia Zschocke, rift. Báðar eru þýskar landsliðskonur. Þær hafa verið í veikindleyfi síðustu vikur. Zschocke samdi við norska liðið Storhamar í gær. 
  • Ekki hefur fengist skýr mynd af hverju leikmennirnir og síðan þjálfarinn hverfa frá Dortmund en svo virðist sem það tengist meintu ofbeldi eða fordómum. Í tilkynningu Dortmund í gær segir að félagið ætli ekki að tjá sig frekar um málið meðan að rannsókn stendur yfir. 
  • Fuhr, sem er 51 árs, var ekki við stjórnvölin þegar Dortmund vann Neckarsulm í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Þá sagði forsvarsmaður félagsins að ekki stæði til að leysa Fuhr frá störfum. Í dag segir í tilkynningu frá félaginu að sú harða gagnrýni sem Fuhr hafi setið undir síðustu daga geri honum ómögulegt að sinna áfram starfinu. 
  • Undir stjórn Fuhr varð Dortmund þýskur meistari vorið 2021. Hann var í 16 ár þjálfari BlombergLippe frá 2002 til 2018 og léku Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir undir hans stjórn hjá Blomberg frá 2011 til 2013. Fuhr staldraði við í eitt ár hjá Metzingen áður hann var ráðinn til Dortmund sem hefur verið annað tveggja stórliða í þýskum kvenna handknattleik undanfarin ár. Fuhr var samningsbundinn Dortmund fram til ársins 2025. Ekki lá fyrir í gærkvöld hver tekur við þjálfun Dortmund. 

  • Eva Hrund Harðardóttir og Kristín Guðmundsdóttir þjálfa áfram 3. flokk kvenna hjá HK eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild HK í gær. Undir þeirra stjórn varð HK Íslandsmeistari í vor. Einnig sagði HK frá því í gær að Arnar Gunnarsson hafi í sumar verið ráðinn þjálfari 3. flokks karla. Hann tók tímabundið við þjálfun meistaraflokks kvenna í vor en hætti í lok síðasta keppnistímabils.
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -