Molakaffi: Hörður, Arnar og úrslitakeppnin er að hefjast

Hörður Fannar Sigþórsson. Mynd/FB-síða Harðar Fannars
  • Hörður Fannar Sigþórsson skoraði þrjú mörk þegar KÍF frá Kollafirði vann VÍF, 33:30, í Vestmanna í gær í lokaumferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Með sigrinum tryggðu Hörður Fannar og félagar sér þriðja sæti deildarinnar. Þeir mæta ríkjandi meisturum H71 í undanúrslitum. Fyrsti leikurinn verður á miðvikudagskvöldi.
  • Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum töpuðu í gær fyrir Team Klaksvík, 36:31, í lokaumferðinni en leikið var í Klaksvík. Neistin var marki yfir, 16:15, að loknum fyrri hálfleik. Neistin mætir deildarmeisturum VÍF frá Vestmanna í undanúrslitum.
  • Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til þess að komast í úrslitleikina um færeyska meistaratitilinn. Undanúrslitaleikirir verða 31. mars, 3. apríl og oddaleikir 7. apríl. Sigurliðin í undanúrslitum hefja síðan kapphlaupið um færeyska meistaratitilinn sunnudaginn 11. apríl. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða meistari.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -