- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: IHF heiðrar Czerwinsky, Slóvenar hætta við, Miðjarðarhafsleikar

Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins í ræðustól í Katowice í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Við athöfn eftir að lokið var við að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2023 í Katowice í Póllandi í gær var Janus Czerwinsky fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands heiðraður af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, fyrir ævistarf sitt við handknattleik.
  • Hassan Moustafa, forseti IHF, afhenti Czerwinsky skjöld og bikar sem viðurkenningar- og þakklætisvott. Czerwinsky hefur áratugum saman unnið ötullega við handknattleiksþjálfun auk þess að vera forseti handknattleikssambands Póllands um skeið. Einnig vann hann innan háskólasamfélagsins í Póllandi við íþróttaþjálfun.
  • Czerwinsky var landsliðsþjálfari karla hér á landi 1976 og 1977 auk þess að vera að nafninu til landsliðsþjálfari á HM i Danmörku 1978. Hann kom til móts við hópinn í Kaupmannahöfn við komuna til Danmerkur og stýrði íslenska liðinu ásamt Birgi Björnssyni í þremur tapleikjum. Árið áður hafði íslenska ladnsliðið undir stjórn Czerwinsky tryggt sér sæti á HM með frábærri frammistöðu í B-heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Austurríki.

  • Slóvenska karlalandsliðið í handknattleik varð að draga sig úr keppni á Miðjarðarhafsleikunum sem fram fara þessa dagana í Alsír. Liðið sem er skipað ungum leikmönnum, sem fæddir eru frá 1998 til 2001, var mætt til leiks þegar sjö leikmenn greindust smitaðir af kórónuveirunni. Af 16 manna hóp þá var það meira en liðið þoldi og þess vegna var ákveðið að gefa þátttökuna upp á bátinn.
  • Þegar riðlakeppni handknattleikskeppni Miðjarðarhafsleikana er lokið tróna Egyptar og Spánverjar í efstu sætum riðlanna í karlaflokki. Þeir eru taplausir eftir fjóra leiki. Í undanúrslitum á mánudaginn mætast Egyptar og Norður Makedóníumenn annarsvegar og Spánverjar og Serbar hinsvegar.

  • Í kvennaflokki eigast grannþjóðirnar Spánn og Portúgal við í undanúrslitum og Serbar og Króatar. Spánverjar og Serbar hafa ekki tapað leik til þessa í keppninni í kvennaflokki. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun, mánudag.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -