- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Íslendingar fá nýjan þjálfara, kveður Danmörku og gamalt vín á nýjum belgjum hjá Tékkum

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart
- Auglýsing -
  • Nýr þjálfari tekur við þýska handknattleiksliðinu Stuttgart í sumar en með liðinu leika Elvar Ásgeirsson og Viggó Kristjánsson. Spánverjinn Roi Sánchez tekur við þjálfun liðsins af Jürgen Schweikardt sem mun einbeita sér að starfi framkvæmdastjóra félagsins en hann hefur sinnt því samhliða þjálfun Stuttgart-liðsins. Sánchez er nú þjálfari varaliðs Barcelona.
     
  • Sebastian Skube yfirgefur Bjerringbro/Silkeborg eftir leiktíðina eftir sjö ára veru. Skube hefur samið við franskt félagslið en nafn þess hefur ekki verið gefið upp ennþá. Skube segir við danska fjölmiðla að hann hafi gjarnan viljað vera áfram hjá Bjerringbro/Silkeborg en því miður þá verði félagið að skera niður og spara eftir það sem á undan er gengið. Skube var orðaður við PSG í vetur þegar félagið leitaði að manni til að hlaupa í skarðið fyrir Nikola Karabatic. Eftir nokkra umhugsun afþakkaði Skube tilboð PSG af fjölskylduástæðum. 
  • Rastislav Trtik hefur verið ráðinn þjálfari tékkneska karlalandsliðsins í handknattleik fram yfir riðlakeppni EM í maí. Hann tekur við starfinu af Jan Filip og Daniel Kubes sem máttu taka pokann sinn eftir að hafa verið kennt um að undirbúningur landsliðs Tékklands fyrir HM í Egyptalandi fór í handaskol í kjölfar þess að nær allir leikmenn auk þjálfaranna veiktust af kórónuveirunni í byrjun janúar. Tékkar voru tilneyddir að draga lið sitt úr keppni á HM á elleftu stundu þar sem aðeins fjórir leikmenn voru ekki smitaðir af veirunni. 
  • Skuldinni var skellt á Filip og Kubes um að hafa ekki gripið í taumana þegar smit kom upp í hópnum fljótlega eftir að landsliðið kom saman til æfinga í 27. desember. Í framhaldinu af brottrekstri tvímenninganna sagði öll stjórn tékkneska handknatteikssambandsins af sér vegna „mesta álitshnekkis sem tékkneskur handknattleikur hefur orðið fyrir,“ eins og sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar þegar hún sagði af sér. 
  • Trtik, sem nú tekur við þjálfun landsliðsins, er þrautreyndur og var m.a. landsliðsþjálfari Tékka frá 2004 til 2005. Hann þjálfaði árum saman í Þýskalandi m.a. lið Melsungen og Empor Rostock auk félagsliða í heimalandinu og í Póllandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -