- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Karabatic, Descat, Víkingar leita, Arnar Freyr, Kohlbacher, Orri Freyr

Frakkinn Nikola Karabatic setja leikjamet á ÓL gegn Barein á morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Nikola Karabatic lék sinn 35. leik á Ólympíuleikum í gær þegar franska landsliðið mætti því norska. Karabatic jafnaði þar með metin við rússneska markvörðinn Andrei Lavrov sem leikið hefur flesta leiki í handknattleikskeppni Ólympíuleika. Karabatic bætir metið þegar Frakkar leika gegn Barein í átta liða úrslitum á morgun.
  • Annar franskur leikmaður, Hugo Descat, hefur skoraði 24 mörk í 25 skotum á Ólympíuleiknum í Tókýó. Þar af hefur hann fullkomnna nýtingu í 10 vítaköstum. Ótrúleg tölfræði hjá vinstri hornamanninum Descat sem verður samherji Ólafs Andrésar Guðmundssonar hjá Montpellier á næstu leiktíð.
  • Víkingar eru sagðir leita logandi ljósi að liðsstyrk fyrir komandi keppnistímabil eftir að þeir fengu óvænt þátttökurétt í Olísdeild karla. Óstaðfestar fregnir herma að Víkingur hafi Úlf Kjartansson leikmann ÍR undir smásjánni. Eins hefur Hafsteinn Óli Ramos Rocha, leikmaður Aftureldingar, verið orðaður við liðið. Hann yrði þá lánaður frá Aftureldingu. Hafsteinn Óli hefur einnig verið orðaður við HK.  Benedikt Elvar Skarphéðinsson, FH-ingur, hefur líka verið orðaður við Víkinga. Ekkert af þessum orðrómi hefur verið staðfestur. 
  • Arnar Freyr Guðmundsson er sagður ætla að leggja ÍR lið í Grill66-deild karla  á næsta keppnistímabili. 
  • Jannik Kohlbacher kom inn í þýska liðið í gærmorgun fyrir leikinn við Brasilíu. Hornamaðurinn Marcel Schiller var fyrir vikið utan liðsins í fyrsta sinn á leikunum. 
  • Orri Freyr Þorkelsson lék sinn fyrsta æfingaleik með Elverum í Noregi í gær gegn Nötteröy á heimavelli. Elverum vann leikinn, 30:28. Engum sögum fer af frammistöðu Orra Freys í leiknum en hann lék með eins og myndin hér að neðan staðfestir.
Orri Freyr Þorkelsson á fullri ferð í fyrsta æfingaleik sínum með norska meistaraliðinu Elverum í gær. Mynd/Elverum
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -