- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Mexíkó, Kúba, Bandaríkin, Grænland, Abalo, yngri landsliðin

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Mexíkó vann óvæntan sigur á landsliðið Kúbu, 33:25, í fyrstu umferð undankeppni HM í handknattleik karla sem fram fór í nótt að íslenskum tíma. Leikurinn fór fram í Mexíkóborg. Kúbumenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Þeir misstu dampinn þegar á leið síðari hálfleik og heimamönnum óx ásmegin. Um er að ræða fyrsta sigur  landsliðs Mexíkó á landsliðið Kúbu í handknattleik karla. 
  • Í hinni viðureign undankeppninnar í Norður Ameríku vann bandaríska landsliðið það grænlenska, 36:28, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Áfram verður leikið á mótinu í kvöld og annað kvöld. Leikið verður til úrslita á fimmtudagskvöld. Sigurlið keppninnar tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári.
  • Franski handknattleiksmaðurinn Luc Abalo hefur framlengt samning sinn við japanska handknattleiksliðið Zeekstar Tokyo til eins árs með möguleika á að bæta öðru ári við. Abalo fór til japanska liðsins á síðasta ári þegar samningur hans við Elverum rann út.  Abalo er ýmislegt til lista lagt fyrir utan handknattleiksvöllinn. M.a. hannaði hann utanhúss handknattleiksvöll í Lomme, skammt frá Lille í Frakklandi, sem er ætlaður börnum og unglingum. Völlurinn verður opnaður síðar á þessu ári.
  • Ungmennalandslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára yngri, hefur þátttöku á fjögurra liða móti í Noregi á morgun. Einnig taka landslið Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar þátt. Öll liðin eru að búa sig undir þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Porto 4. júlí. Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfa íslenska liðið. 
  • U18 ára landsliðið verður einnig á faraldsfæti í vikunni. Það heldur til Þýskalands og tekur þátt í æfingamóti. Mótið er liður í undirbúningi fyrir EM sem haldið verður í Podgorica í Svartfjallalandi í fyrri hluta ágústmánaðar. Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfa U18 ára  liðið.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -