- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn Þór, Elliði Snær, Brattset Dale, Hagman, Haraldur

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -
  • Íslendingaliðið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar,  tapaði í gær fyrir Rimpar Wölfe, 28:25, í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla á útivelli. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson eitt. Hákon Daði Styrmisson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni vegna meiðsla og verður ekki á næstunni.
  • Forysta Gummersbach á toppi deildarinnar er komin niður í eitt stig. Liðið hefur nú 26 stig eftir 17 leiki. Eintracht Hagen er í öðru sæti með 25 stig og Nordhorn situr í þriðja sæti með 24 stig.  Hamm-Westfalen er í fjórða sæti með 22 stig og á leik til góða á liðin fyrir ofan. 

  • Norska landsliðskonan og nýkrýndur heimsmeistari í handknattleik kvenna, Kari Brattset Dale, var valin mikilvægasti leikmaður heimsmeistramótsins á Spáni sem lauk í gær.
  • Sandra Toft, markvörður Dana, var markvörður mótsins, Coralie Lassource frá Frakklandi, besti vinstri hornamaður, Henny Reistad, Noregi besta vinstri skyttan, leikstjórnandi mótsins var valin Grâce Zaadi Deuna í franska landsliðinu,  Nora Mørk besta hægri skyttan, hin spænska Carmen Dolores Martin Berenguer þótti skara fram úr öðrum í hægra horni og Pauletta Foppa var valin besta línukona mótsins.

  • Nathalie Hagman, Svíþjóð, varð markadrottning heimsmeistaramótsins. Hún skoraði 71 mark, þar af skoraði hún tvisvar sinnum 19 mörk í leik.
  • Haraldur konungur Noregs sendi norska kvennalandsliðinu innilegar hamingjuóskir með sigurinn á heimsmeistaramótinu  í gærkvöld.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -