- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Orri Freyr, Örn, Anton, Daníel Freyr, Rej, Mayonnade

Orri Freyr Þorkelsson gekk til liðs við Elverum í sumar. Mynd/Samsett frá Elverum
- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Elverum með átta mörk er liðið lagði Runar, 31:28, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni. Elverum er efst með 26 stig.
  • Örn Vesteinsson Östenberg skoraði tvö mörk þegar Tønsberg Nøtterøy vann Kolstad, 35:30, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var annar sigurleikur Tønsberg Nøtterøy í röð en það breytir ekki því að liðið er enn í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar með átta stig eftir 13 umferðir. 
  • Anton Rúnarsson skoraði eitt marki í sex skotum og átti fimm stoðsendingar þegar TV Emsdetten tapaði fyrir Tusem Essen, 28:24, í þýsku 2. deildinni í gær. Emsdetten er í 13. sæti af 20 í deildinni eftir 14 leiki.
  • Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot, 35% markvarsla, þegar lið hans Guif vann IFK Ystads á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Lítið fór fyrir Aroni Degi Pálssyni í liði Guif að þessu sinni. Guif er í sjöunda sæti. 
  • Danska handknattleikskonan Mia Rej slapp við krossbandaslit þegar hún meiddist í fyrsta leik Dana á HM í handknattleik á fimmtudag. Liðbönd í hnénu sködduðust. Hún tekur hinsvegar ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu sem er áfall fyrir hana og danska landsliðið. Huggun er harmi gegn að meiðsli eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. 
  • Emmanuel Mayonnade hefur framlengt samning sinn við franska kvennaliðið Metz fram til ársins 2023. Mayonnade hefur þjálfað Metz-liðið frá 2015 og m.a. stýrt því til sigurs í frönsku 1. deildinni í fjögur skipti. Hann var einnig  þjálfari hollenska landsliðsins um skeið, m.a. þegar það varð heimsmeistari í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Mayonnade hætti þjálfun hollenska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í sumar. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -