- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Parrondo til Melsungen, Tryggvi, Jukic, garðbekkur, Viggó, Müller

Roberto Parrondo tekur við þjálfun MT Melsungen í Þýskalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Spánverjinn Roberto Garcia Parrondo var í gær ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen sem Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika með. Forráðamenn Melsungen hafa verið í þjálfaraleit undanfarna daga eftir að fyrri þjálfari var látinn taka pokann sinn 17. september.
  • Parrondo er einnig þjálfari egypska karlalandsliðsins en undir hans stjórn hafnaði það í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Parrondo verður kynntur til sögunnar hjá MT Melsungen annað kvöld þegar liðið fær SC Magdeburg í heimsókn. Áður en Spánverjinn tók við egypska landsliðinu var hann um skeið þjálfari Vardar Skopje og vann Meistradeild Evrópu með liðinu sumarið 2019.

  • Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals, skoraði sín fyrstu mörk á ferlinum í Evrópukeppni í gærkvöld. Hann skoraði tvö mörk gegn Lemgo. Tryggvi Garðar, sem er afar efnileg stórskytta, er að komast á fulla ferð eftir langa fjarveru vegna erfiðra meiðsla í hnjám.
  • Tomislav Jukic handknattleiksmaður hjá RK Zepce í Bosníu skoraði 24 mörk fyrir lið sitt þegar það gerði jafntefli við RK Sloboda II, 30:30, í bosnísku úrvalsdeildini. Þetta er markamet í deildarleik þar í landi og þótt víðar væri leitað. Þrátt fyrir markheppni sína í leiknum þá brást Jukic bogalistin á lokaandartökum leiksins þegar hann átti þess kost að tryggja liði sínu sigurinn.
  • Meiðsli herja á leikmenn Flensburg og er sjúkalistinn langur. Þjálfari liðsins, Maik Machulla, sló þó á létta strengi í gær þegar hann sagði að garðbekkur nægði fyrir varamenn liðsins í leiknum við PSG í Meistaradeild Evrópu í kvöld, svo fáir væru þeir.
  • Það á ekki af örvhentum skyttum Stuttgartliðsins að ganga þessa dagana. Viggó Kristjánsson fingurbrotnaði tveimur dögum fyrir fyrsta leik liðsins í þýsku 1. deildinni snemma í mánuðinum og nú er Jerome Müller einnig meiddur. Müller verður frá keppni í þrjár til fimm vikur en Viggó mætir ekki til leiks aftur fyrr en í lok næsta mánaðar, jafnvel síðar því frí verður gert í þýsku 1. deildinni í byrjun nóvember vegna landsleikjaviku.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -