- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Pascual, Karabatic, Reistad

Xavi Pascual, þjálfari, Barcelonatekur við Dinamo Búkarest í sumar. Mynd/Barcelona
- Auglýsing -
  • Staðfest var í gær að Xavi Pascual tekur við þjálfun karlaliðs Dinamo Búkarest í sumar þegar hann losnar undan samningi hjá Barcelona. Hermt er að Pascual verði einnig þjálfari rúmenska karlalandsliðsins frá og með sama tíma. Sonur hans, Alex Pascual, flytur með föður sínum til Búkarest en hann er um þessar mundir leikmaður Barcelona. 
  • Nikola Karabatic mætti út á handboltavöllinn á nýjan leik í fyrrakvöld og skoraði m.a. fjögur mörk þegar PSG vann St. Raphaël, 44:32, í frönsku 1. deildinni. Karabatic sleit krossband í hné í október. 
  • Henny Reistad sem valin var besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik um síðustu helgi yfirgefur Evrópumeistara Vipers í sumar og gengur til liðs við Esbjerg í Danmörku. Reistad, sem er 22 ára gömul, hefur slegið í gegn á leiktíðinni og þykir mikill happafengur fyrir Esbjerg en nokkuð er liðið síðan hún samdi við liðið. Reistad hefur leikið 27 landsleiki fyrir Noreg og skoraði í þeim 80 mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -