- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Pereira, Darj, Montoro, Anic, Barbosa

Paulo Pereira landsliðsþjálfari Portúgal. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Paulo Pereira þjálfari portúgalska karlalandsliðsins í handknattleik framlengdi í gær samning sinn við Handknattleikssamband Portúgals til tveggja ára, fram á sumarið 2023. Pereira hefur þjálfað landsliðið í fimm ár og tryggði sér m.a. í fyrsta sinn þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í næsta mánuði. Pereira valdi í gær 20 leikmenn til æfinga fyrir leikana. Af þeim eiga sex eftir að heltast úr lestinni áður en haldið verður til Japans. 
  • Sænski landsliðsmaðurinn Max Darj gengur til liðs við Füchse Berlin eftir ár þegar núverandi samningur hans við Bergischer HC rennur út. 
  • Spænski handknattleiksmaðurinn Angel Montoro leikur ekki áfram undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten í Sviss. Montoro sem er 213 sentímetrar og örvhent skytta hefur samið við Olympiakos í Grikklandi. Montoro hefur verið verið á ferlinum m.a. hjá Barcelona, Wisla Plock og Toulouse. Hann var í sigurliði Spánverja á HM 2013 en hefur síðan lítt verið inni í myndinni hjá landsliðsþjálfurum Spánverja og landsleikirnir aðeins 17.
  • Hinn þrautreyndi franski línumaður, Igor Anic, hefur samið við Phenix Daido Steel í Japan. Anic hefur marga fjöruna sopið á ferlinum en var síðast í herbúðum Cesson-Rennes en liðið féll úr efstu deild franska handknattleiksins í vor. 
  • Spænska handknattleikskonan Alexandrina Cabral Barbosa er í sjöunda himni um þessar mundir. Eftir mikið kapphlaup við tímann vegna meiðsla bendir allt til þess að hún verði klár í slaginn með spænska landsliðinu í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -