- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Rakel, Bjarni Ófeigur, Palicka, Thomsen, Lindberg

Rakel Hlynsdóttir er komin á fulla ferð með handknattleiksliði Selfoss. Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG
- Auglýsing -
  • Handknattleikskonan Rakel Hlynsdóttir tók fram handboltaskóna í vetur eftir átta ára hlé og hóf að leika með Selfossi en hún lék áður með ÍBV. Rakel er 28 ára gömul og leikur í stöðu leikstjórnanda. Frá þessu er greint í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss í gærkvöld. Rakel hefur tekið þátt í öllum leikjum Selfossliðsins  í Grill66-deildinni á keppnistímabilinu. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk þegar IFK Skövde og Lugi skildu með skiptan hlut, 30:30, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Skövde.  Skövde-liðið er með 19 stig eftir 13 leiki og situr í þriðja sæti deildainnar tveimur stigum á eftir Sävehof sem er efst. 
  • Sænska Aftonbladet greindi frá því samkvæmt heimildum í gærkvöld að landsliðsmarkvörðurinn sænski, Andreas Palicka, gangi á næstu dögum til liðs við Redbergslid í heimalandi sínu og leiki með liðinu út keppnistímabilið. Palicka hefur um árabil leikið með Rhein-Nekcar Löwen í Þýskalandi og þar áður THW Kiel. Ef af þessu verður gerir Palicka stuttan stans í Svíþjóð því hann gengur til liðs við PSG á næsta sumri. Hann samdi við franska liðið til tveggja ára í haust.  Redbergslid rekur lestina í sænsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Liðið hefur önglað saman fimm stigum í 13 leikjum. 
  • Danski handknattleiksþjálfarinn, Helle Thomsen, sem um árabil þjálfaði hollenska kvennalandsliðið hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi kvennaliðs Nancy. Thomsen hefur verið án atvinnu síðan snemma árs að henni var sagt upp hjá tyrkneska meistaraliðinu Kastamonu Belediyesi
  • Hans Lindberg  er orðinn sá leikmaður í þýsku 1. deildinni í handknattleik frá upphafi sem skorað hefur flest mörk úr vítaköstum. Á sunnudaginn skoraði Lindberg í 1.224 skipti úr vítakasti á ferlinum í deildinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -