Molakaffi: Rakel Sara, Din, Dedu, Dinu, Holstebro, Rasmussen

Rakel Sara Elvarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik í bili fyrir KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
  • Rakel Sara Elvarsdóttir lék sinn síðasta leik fyrir KA/Þór á laugardaginn þegar liðið tapaði fyrir Val í fjórða undanúrslitaleik liðanna í Olísdeild kvenna. Rakel Sara flytur til Noregs í sumar og gengur til liðs við nýliða úrvalsdeildarinnar, Volda
  • Hallarbylting var gerð í rúmenska handknattleikssambandinu á dögunum þegar Constantin Din, fyrrverandi handknattleiksdómari, velti Alexandru Dedu úr stóli forseta. Dedu hafði verið forseti sambandsins í átta ár. Din dæmdi mörg stórmót á sínum tíma ásamt landa sínum Sorin-Laurentiu Dinu. Þar á meðal dæmdu þeir hinn eftirminnilega jafnteflisleik Íslands og Austurríkis á EM 2020, 37:37.
  • Danska handknattleiksliðið TTH Holstebro, sem Óðinn Þór Ríkharðsson lék með keppnistímabilið 2020/2021, stendur vel að vígi gegn HØJ í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Holstebro vann fyrri viðureignina með níu marka mun, 35:26. Holstebro hefur á síðustu árum verið með betri liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en í vetur gekk liðinu flest í mót svo það berst nú fyrir áframhaldandi tilverurétti í úrvaldeildinni. 
  • Daninn Kim Rasmussen sem á dögunum var ráðinn þjálfari kvennalandsliðs Suður Kóreu í handknattleik er fyrsti útlendingurinn sem þjálfar kvennalandslið landsins. Hingað til hafa heimamenn þjálfað landsliðið. Í ljósi þess að landsliðið hefur ekki náð sér á strik á síðustu stórmótum var ákveðið að leita út fyrir landssteinanna að nýjum hugmyndum.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -