Molakaffi: Reistad, Andersson, Aron

Henny Elli Reistad kvaddi Vipers í Noregi í sumar og fekk til liðs við danska liðið Team Esbjerg. Mynd/EPA
  • Norska stórskyttan Henny Reistad fékk þungt högg á hægri öxlina síðla í viðureign Noregs og Svartfjallalands í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í gær og varð að fara af leikvelli. Kom hún ekkert meira við sögu í leiknum. Hafði hún þá skorað sjö mörk í jafn mörgum tilraunum. Óvíst er hvort Reistad verði með norska landsliðinu á morgun gegn Hollendingum og hugsanlega missir hún einnig af lokaleiknum gegn Frökkum á sunnudag. Læknir norska landsliðsins sagði við NRK í gær að hann teldi meiðslin ekki vera mjög alvarleg.
  • Lasse Andersson verður hugsanlega ekkert meira með danska landsliðinu í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Hann meiddist í leiknum við Portúgal í fyrradag og var fluttur af leikvelli. Lítið heyrist úr herbúðum danska landsliðsins af ástandi Andersson og sjálfur hefur hann aðeins sagt á samfélagsfélagssíðu sinni að hann mæti til leiks á nýjan leik en getur ekkert um hvort það verði í dag, eftir viku eða mánuð.
  • Aron Pálmarsson og nýir samherjar hans í danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold taka þátt í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Saudí-Arabíu snemma í september. Í keppninni taka þátt álfumeistarar félagsliða en mótið er haldið undir verndarvæng Alþjóða handknattleikssambandsins. Evrópumeistarar Barcelona taka þátt í mótinu, einnig Magdeburg sem vann Evrópudeildina og Aalborg, silfurlið Meistaradeildarinnar. Einnig verða álfumeistarar Asíu, Ástralíu og Afríku. Alls verða þátttökulið 10. Barcelona vann mótið síðast þegar það fór fram fyrir tveimur árum.
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -