Molakaffi: Rej, Aðalsteinn, uppselt á 17 mínútum, Guialo

Hugað að Miju Rej á leikvellinum í gærkvöld. Mynd/EPA
  • Danska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli í gærkvöld í viðureign sinni við Túnis á HM kvenna á Spáni. Leikstjórnandi liðsins, Mia Rej, meiddist á hné og samkvæmt fregnum danskra fjölmiðla þá er óttast að meiðslin séu mjög alvarleg og að Rej leiki ekki meira með á mótinu. Hún lenti í samstuði við samherja sinn Mette Tranborg
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu lið Bern, 32:27, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta var 12. sigur Kadetten í deildinni í 13 leikjum en einnig viðureign liðsins lauk með jafntefli. Kadetten hefur yfirburði í deildinni. Liðið er átta stigum á undan Pfadi Winterthur, Zürich og Wacker Thun sem er í næstu sætum á eftir. 
  • Ungverska meistaraliðið Pick Szeged opnar nýja keppnishöll sína á þriðjudaginn í næstu viku með leik við Kiel í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, PICK Arena. Hún rúmar 8.300 áhorfendur í sæti. Uppselt varð á leikinn á 17 mínútum í gær þegar opnað var fyrir miðasölu. 
  • Isabel Guialo, sem um árabil hefur verið fremsta eða ein fremsta handknattleikskona Angóla neitaði að leika með landsliðinu á HM sem hófst á Spáni í gær. Daginn áður en liðið hélt til Spánar ákvað landsliðsþjálfarinn að skipta um fyrirliða hjá landsliðnu en Guialo hefur sinnt því embætti. Guialo rann svo í skap við embættismissinn að hún pakkaði niður í töskur og yfirgaf landsliðshópinn í fússi.
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -